Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1498, 138. löggjafarþing 658. mál: Stjórnarráð Íslands (sameining ráðuneyta).
Lög nr. 121 21. september 2010.

Lög um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
  1. Orðin „dómsmála- og mannréttindaráðuneyti“ og „félags- og tryggingamálaráðuneyti“ falla brott.
  2. Á eftir orðinu „fjármálaráðuneyti“ kemur: innanríkisráðuneyti.
  3. Orðið „heilbrigðisráðuneyti“ fellur brott.
  4. Orðin „samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti“ falla brott.
  5. Í stað orðanna „og utanríkisráðuneyti“ kemur: utanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2011.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. er ráðherra heimilt að undirbúa stofnun nýrra ráðuneyta, m.a. með skipun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra sem hafi heimild til að bjóða starfsmönnum starf skv. 14. gr. laganna.
     Þeim embættismönnum sem hljóta ekki áframhaldandi skipun skv. 1. mgr. skulu boðin störf í hinum nýju ráðuneytum. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði.
     Um flutning annarra starfsmanna til hinna nýstofnuðu ráðuneyta gilda ákvæði 14. gr. laganna.

Samþykkt á Alþingi 9. september 2010.