Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 589, 139. löggjafarþing 122. mál: viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík (nýr samningur um orkusölu).
Lög nr. 145 22. desember 2010.

Lög um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. um álbræðslu við Straumsvík.


1. gr.

     Með lögum þessum staðfestist samningur milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. (sem hefur yfirtekið réttindi og skyldur Alusuisse-Lonza Holding Ltd. að lögum), dags. 13. október 2010, um viðauka við aðalsamning milli sömu aðila, dags. 28. mars 1966 (áður breyttan með viðaukum dags. 28. október 1969, 10. desember 1975, 5. nóvember 1984, 11. nóvember 1985, 16. nóvember 1995, 5. mars 2007 og 7. desember 2009), um byggingu og rekstur álbræðslu við Straumsvík, í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum, á íslensku og ensku.

2. gr.

     Ákvæði viðaukasamnings þess sem um ræðir í 1. gr. skulu hafa lagagildi hér á landi.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.


Fylgiskjal.

     
ÁTTUNDI VIÐAUKI VIÐ
     
Aðalsamning
milli
Ríkisstjórnar Íslands
og
ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD.
     
dags. 28. mars 1966
ásamt
sjö viðaukasamningum
     
dags. 28. október 1969, 10. desember 1975, 5. nóvember 1984, 11. nóvember 1985, 16. nóvember 1995, 5. mars 2007 og 7. desember 2009
     
ásamt fylgiskjölum tilgreindum í aðalsamningi og viðaukasamningum.
     
SAMNINGUR GERÐUR
HINN 13. DAG OKTÓBERMÁNAÐAR 2010.
     
RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS (hér eftir einnig nefnd „ríkisstjórnin“), sem iðnaðarráðherra, Arnarhváli, 150 Reykjavík, kemur fram fyrir, í fyrsta lagi,
     
og
     
ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD. (hér eftir einnig nefnt „Alcan“), sem er fyrirtæki stofnað og starfrækt samkvæmt lögum Sviss, og hefur höfuðstöðvar sínar að Max Högger-Strasse 6, P.O Box, CH-8048, Zurich, Sviss, í öðru lagi,
     
(en hér eftir eru framangreindir tveir aðilar sameiginlega nefndir „aðilar“),
     
hafa hinn 13. október 2010 gert með sér þennan
     
ÁTTUNDA VIÐAUKASAMNING VIÐ AÐALSAMNINGINN
FRÁ 28. MARS 1966 MEÐ SJÖ SÍÐARI BREYTINGUM
     
MEÐ ÞVÍ AÐ ríkisstjórn Íslands og Swiss Aluminium Ltd. gerðu með sér samning um byggingu og rekstur álbræðslu og annarra mannvirkja í Straumsvík, dags. 28. mars 1966, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 76, 13. maí 1966 og tók gildi 20. september 1966, með áorðnum breytingum samkvæmt (i) fyrsta viðauka, dags. 28. október 1969, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 19, 6. apríl 1970 og tók gildi 16. apríl 1970, (ii) öðrum viðauka, dags. 10. desember 1975, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 42, 25. maí 1976 og tók gildi 12. júní 1976, (iii) þriðja viðauka, dags. 5. nóvember 1984, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 104, 30. nóvember 1984 og tók gildi 30. nóvember 1984, (iv) fjórða viðauka, dags. 11. nóvember 1985, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 111, 31. desember 1985 og tók gildi 31. desember 1985, (v) fimmta viðauka, dags. 16. nóvember 1995, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 155/1995 og tók gildi þann 29. desember 1995, (vi) sjötta viðauka, dags. 5. mars 2007, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 112/2007 og tók gildi þann 21. júní 2007, og (vii) sjöunda viðauka, dags. 7. desember 2009, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 151/2009 og tók gildi þann 1. janúar 2010, ásamt fylgiskjölum og viðaukasamningum (hér eftir nefndur „aðalsamningurinn“);
     
MEÐ ÞVÍ AÐ þann 15. júní 2010 var undirritaður nýr samningur á milli Landsvirkjunar og Alcan á Íslandi hf. um orkusölu til álversins í Straumsvík. Samningurinn er tvíþættur. Annars vegar er endursamið um verð á núverandi orkusölu til álversins og hins vegar er samið um afhendingu viðbótarorku (75 MW) vegna áætlaðrar framleiðsluaukningar álversins;
     
MEÐ ÞVÍ AÐ miðað er við að hinn nýi raforkusamningur komi alfarið í stað núgildandi raforkusamnings og að sá síðarnefndi falli brott. Núgildandi raforkusamningur milli Landsvirkjunar og Alcan á Íslandi hf. er frá 28. júní 1966 með gildistíma til 30. september 2014. Er hann fylgiskjal A við aðalsamning (Master Agreement) á milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., nú Rio Tinto Alcan Ltd., frá 28. mars 1966, samanber lög nr. 76/1966 um lagagildi samnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. Er í aðalsamningnum víða vísað til raforkusamningsins auk þess sem í aðalsamningnum er að finna sérákvæði sem snúa að afhendingu raforku;
     
MEÐ ÞVÍ AÐ sú breyting verður á með tilkomu hins nýja raforkusamnings að hann er alfarið ótengdur aðalsamningnum frá 1966. Með vísan til þess er nauðsynlegt, til að tryggja og undirstrika að hinn nýi raforkusamningur sé með öllu ótengdur aðalsamningnum, að gera viðeigandi breytingar á aðalsamningnum, þ.e. að afnema fylgiskjal A (raforkusamninginn) og hreinsa aðalsamninginn af öllum ákvæðum þar sem vísað er í raforkusamning eða kveðið á um afhendingu raforku;
     
HAFA ÞVÍ aðilar hér með samþykkt að gera eftirfarandi breytingar á aðalsamningnum í samræmi við 51. gr. aðalsamningsins, dags. 28. mars 1966, ásamt sjö viðaukasamningum, (1) dags. 28. okt. 1969, (2) dags. 10. des. 1975, (3) dags. 5. nóv. 1984, (4) dags. 11. nóv. 1985, (5) 16. nóv. 1995, (6) 5. mars 2007 og (7) 7. desember 2009:
1. gr.
Heiti samnings þessa og orðskýringar við hann.
Grein 1.1. Samningur þessi heitir áttundi viðaukasamningur við aðalsamninginn.
Grein 1.2. Ef samhengi krefst ekki annars skulu hugtök sem notuð eru í samningi þessum hafa sömu merkingu og þeim er gefin í 1. gr. aðalsamningsins.
2. gr.
Breytingar á inngangsorðum aðalsamnings
Grein 2.1. Orðin „rafmagnssamningi og“ í inngangsorðum falla brott.
3. gr.
Breyting á 1. gr. aðalsamnings
Grein 3.1. Stafliður a í málsgrein 1.02 fellur brott.
Grein 3.2. Orðið „rafmagnssamningurinn,“ í staflið e í málsgrein 1.02 fellur brott.
Grein 3.3. Orðin „svo sem nánar er tilgreint í rafmagnssamningnum hverju sinni,“ í staflið b í málsgrein 1.03 falla brott.
Grein 3.4. Stafliðir k, o, p, q, r og t í málsgrein 1.03 falla brott.
Grein 3.5. Stafliður c í málsgrein 1.04 fellur brott.
Grein 3.6. Stafliður c í málsgrein 1.05 fellur brott.
4. gr.
Breyting á 3. gr. aðalsamnings
Grein 4.1. Orðin „og rafmagnssamningnum“ í staflið a í málsgrein 3.01 falla brott.
Grein 4.2. Orðið „ , rafmagnssamningnum“ í staflið a í málsgrein 3.03 fellur brott.
Grein 4.3. Orðið „ , rafmagnssamningnum“ í staflið b í málsgrein 3.03 fellur brott.
Grein 4.4. Orðið „ , rafmagnssamningsins“ í staflið b í málsgrein 3.03 fellur brott.
Grein 4.5. Töluliður i) í málsgrein 3.04 fellur brott.
Grein 4.6. Málsgrein 3.05 fellur brott.
5. gr.
Breyting á 4. gr. aðalsamnings
Grein 5.1. Orðin „og rafmagnssamningnum“ í málsgrein 4.01 falla brott.
Grein 5.2. Orðin „og rafmagnssamningsins“ í málsgrein 4.01 falla brott.
Grein 5.3. Orðin „og rafmagnssamningsins“ í málsgrein 4.02 falla brott.
6. gr.
Breyting á 5. gr. aðalsamnings
Grein 6.1. 5. gr. fellur brott.
7. gr.
Breyting á 6. gr. aðalsamnings
Grein 7.1. Orðið „ , rafmagnssamningsins“ í málsgrein 6.01 fellur brott.
Grein 7.2. Málsgrein 6.04 fellur brott.
8. gr.
Breyting á 7. gr. aðalsamnings
Grein 8.1. 7. gr. fellur brott.
9. gr.
Breyting á 9. gr. aðalsamnings
Grein 9.1. 9. gr. fellur brott.
10. gr.
Breyting á 19. gr. aðalsamnings
Grein 10.1. Orðin „rafmagnssamningsins og“ í málsgrein 19.01 falla brott.
11. gr.
Breyting á 36. gr. aðalsamnings
Grein 11.1. 36. gr. fellur brott.
12. gr.
Breyting á 40. gr. aðalsamnings
Grein 12.1. Stafliður c í málsgrein 40.02 fellur brott.
13. gr.
Breyting á 41. gr. aðalsamnings
Grein 13.1. Orðið „ , rafmagnssamningsins“ í tölulið ii) í staflið a í málsgrein 41.02 fellur brott.
Grein 13.2. Töluliðir i) og ii) í staflið b í málsgrein 41.02 falla brott.
Grein 13.3. Orðið „rafmagnssamningnum,“ í málsgrein 41.03 fellur brott.
14. gr.
Breyting á 42. gr. aðalsamnings
Grein 14.1. Orðið „ , rafmagnssamningsins“ í staflið a undir lið B í málsgrein 42.02 fellur brott.
15. gr.
Breyting á 43. gr. aðalsamnings
Grein 15.1. Orðið „rafmagnssamningnum,“ í málsgrein 43.02 fellur brott.
16. gr.
Breyting á 46. gr. aðalsamnings
Grein 16.1. Orðin „milli aðila rafmagnssamningsins,“ í greininni falla brott.
17. gr.
Breyting á 48. gr. aðalsamnings
Grein 17.1. Stafliður b í málsgrein 48.02 fellur brott.
18. gr.
Breyting á 53. gr. aðalsamnings
Grein 18.1. Orðið „rafmagnssamningnum,“ í greininni fellur brott.
19. gr.
Breyting á fylgiskjali A við aðalsamning
Grein 19.1. Fylgiskjal A fellur brott.
20. gr.
Gildi og staða samnings þessa
Grein 20.1. Við undirritun samnings þessa af hálfu aðila hans og við lokagerð hans tekur hann gildi.
Grein 20.2. Samningur þessi er gerður sem viðbótarsamningur við aðalsamninginn samkvæmt ákvæðum 51. gr. hans og skal talinn óaðskiljanlegur hluti af aðalsamningnum (með áorðnum breytingum) svo sem hann væri felldur inn í meginmál hans. Ákvæði aðalsamningsins, með öllum réttindum hans og skyldum, taka ekki öðrum breytingum en þeim sem gerðar eru í samningi þessum og halda að öðru leyti fullu gildi. Allar tilvísanir til aðalsamningsins, sem gerðar eru í fylgiskjölum eða fylgisamningunum, eða hvers þeirra sem er, eða verða gerðar síðar, skulu taldar vera gerðar til aðalsamningsins eins og honum hefur áður verið breytt og eins og honum hefur verið breytt með samningi þessum, nema samhengi krefjist annars.
Grein 20.3. Þegar samningur þessi hefur verið undirritaður af aðilum og tilkynning verið gefin út svo sem mælt er um í 51. gr. aðalsamningsins, skal samningur þessi, ásamt lagafrumvarpi þar að lútandi, lagður fyrir Alþingi til staðfestingar og samþykktar. Við staðfestingu og að fullnægðum öðrum löggjafar- og tilkynningaratriðum skal samningur þessi öðlast gildi („gildistökudagur“) og hafa lagagildi á Íslandi svo sem kveðið verður á um í staðfestingarlögunum.
21. gr.
Ýmis ákvæði
Grein 21.1. Breyting þessi á aðalsamningnum skal undirrituð og afhent af aðilum í tveimur eintökum. Hvort eintak telst frumeintak og jafngilt hinu.
     
ÞESSU TIL STAÐFESTU hefur áttundi viðaukasamningurinn við aðalsamninginn verið undirritaður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og Alcan Holdings Switzerland Ltd. þann dag sem í upphafi greinir, í tveimur eintökum.
     
Fyrir hönd Fyrir hönd
RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS: ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND:

     
EIGHTH AMENDMENT TO
     
The Master Agreement
between
The Government of Iceland
and
ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD.
     
dated 28 March 1966
together with
seven Supplemental Agreements
     
dated 28 October 1969, 10 December 1975, 5 November 1984, 11 November 1985, 16 November 1995, 5 March 2007 and 7 December 2009
     
together with the scheduled documents specified in the Master Agreement and Supplemental Agreements
     
AGREEMENT MADE
ON THE 13TH DAY OF THE MONTH OF OCTOBER, 2010.
     
THE GOVERNMENT OF ICELAND (hereinafter also referred to as the “Government”), represented by its Minister of Industry, of the First Part,
     
and
     
ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD. (hereinafter also referred to as “Alcan”), a company organized and operated under the laws of Switzerland and having its registered office at Max Högger-Strasse 6, P.O Box, CH-8048, Zurich, Switzerland, of the Second Part,
     
(with both parties hereinafter referred to jointly as the “Parties”),
     
have on the 13th of October 2010, entered into the following
EIGHTH SUPPLEMENTAL AGREEMENT TO THE MASTER AGREEMENT OF 28 MARCH 1966, WITH SEVEN SUBSEQUENT AMENDMENTS
WHEREAS the Government and Swiss Aluminium Ltd. entered into an agreement relating to the construction and operation of an aluminium reduction plant and appurtenant facilities at Straumsvík dated March 28, 1966, ratified by Act of the Althing No. 76, May 13, 1966, and effective as of September 20, 1966, amended (I) by a First Amendment dated October 28, 1969, ratified by Act of the Althing No. 19, April 6, 1970, and effective as of April 16, 1970, (ii) by a Second Amendment dated December 10, 1975, ratified by Act of the Althing No. 42, May 25, 1976, and effective as of June 12, 1976, (iii) by a Third Amendment dated November 5, 1984, ratified by Act of the Althing No. 104, November 30, 1984, and effective as of November 30, 1984, (iv) by a Fourth Amendment dated November 11, 1985, ratified by Act of the Althing No. 111, December 31, 1985, and effective as of December 31, 1985, (v) by a Fifth Amendment dated 16 November 1995, ratified by Act of the Althing No. 155/1995 and effective as of 29 December 1995, (vi) a Sixth Amendment dated 5 March 2007, ratified by Act of Althing No 112/2007 and effective as of 21 June 2007, and (vii) Seventh Amendment dated 7 December, 2009, ratified by Act of the Althing No 151/2009 and effective as of 1 January 2010, together with scheduled documents and supplementary agreements (hereinafter as so amended referred to as the “Master Agreement”);
     
WHEREAS on June 15, 2010, a new power contract was signed between Landsvirkjun and Alcan Iceland Ltd. on purchase of electricity for the aluminium plant at Straumsvík. The contract has two main features. The price for current purchase of electricity to the plant is renegotiated and secondly the supply of additional 75 MW of power is negotiated due to planned increase in production of the aluminium plant;
     
WHEREAS the intention is that the new power contract will fully replace the current power contract and the latter will be invalidated. The current power contract between Landsvirkjun and Alcan Iceland Ltd. dates back to 28 June 1966 and is valid until 30 September 2014. The power contract is attached as Schedule A to the Master Agreement between the Government of Iceland and Swiss Aluminium Ltd., now Rio Tinto Alcan Ltd., from 28 March 1966, ref. Act No 76/1966 on the entry into law of the Master Agreement between the Government of Iceland and Swiss Aluminium Ltd. on an aluminium plant in Straumsvík. In the Master Agreement there are various references to the power contract and furthermore the Master Agreement has special provisions which refer to the delivery of power;
     
WHEREAS contrary to current state of affairs, the new power contract has no connection or reference to the Master Agreement from 1966. Therefore, it is necessary, in order to ensure and underline that the new power contract is not connected to the Master Agreement, to make the necessary amendments to the Master Agreement, namely to delete Schedule A (the power contract) and to clear the Master Agreement of all provisions which refer to a power contract or the delivery of power;
     
NOW THEREFORE the Parties have agreed to make the following amendments to the Master Agreement pursuant to Article 51 of the Agreement dated 28 March 1966, together with seven amendments (1) dated 28 October 1969, (2) dated 10 December 1975, (3) dated 5 November 1984, (4) dated 11 November 1985, (5) dated 16 November 1995, (6) 5 March 2007 and (7) 7 December 2009:
Article 1
Title of this Agreement and Definitions Used Therein
Section 1.1. This Agreement shall be known as the Eighth Amendment to the Master Agreement.
Section 1.2. Unless the context otherwise requires, the terms used in this Agreement shall have the meanings assigned to them in Article 1 of the Master Agreement.
Article 2
Amendments to introductory provisions of the Master Agreement
Section 2.1. The words “the Power Contract and” in the introductory provisions, are deleted.
Article 3
Amendments to Article 1 of the Master Agreement
Section 3.1. Section a in paragraph 1.02, is deleted.
Section 3.2. The words “the Power Contract,” in section e in paragraph 1.02, are deleted.
Section 3.3. The words “as further stated in the Power Contract,” in section b in paragraph 1.03, are deleted.
Section 3.4. Sections k, o, p, q, r and t in paragraph 1.03, are deleted.
Section 3.5. Section c in paragraph 1.04, is deleted.
Section 3.6. Section c in paragraph 1.05, is deleted.
Article 4
Amendments to Article 3 of the Master Agreement
Section 4.1. The words “and the Power Contract” in section a in paragraph 3.01, are deleted.
Section 4.2. The words “ , the Power Contract” in section a in paragraph 3.03, are deleted.
Section 4.3. The words “ , the Power Contract” in section b in paragraph 3.03, are deleted.
Section 4.4. Section i) in paragraph 3.04, is deleted.
Section 4.5. Paragraph 3.05, is deleted.
Article 5
Amendments to Article 4 of the Master Agreement
Section 5.1. The words “and the Power Contract” in paragraph 4.01, are deleted.
Section 5.2. The words “and the Power Contract” in paragraph 4.02, are deleted.
Article 6
Amendments to Article 5 of the Master Agreement
Section 6.1. Article 5 is deleted.
Article 7
Amendments to Article 6 of the Master Agreement
Section 7.1. The words “ , the Power Contract” in paragraph 6.01, are deleted.
Section 7.2. Paragraph 6.04, is deleted.
Article 8
Amendments to Article 7 of the Master Agreement
Section 8.1. Article 7 is deleted.
Article 9
Amendments to Article 9 of the Master Agreement
Section 9.1. Article 9 is deleted.
Article 10
Amendments to Article 19 of the Master Agreement
Section 10.1. The words “the Power Contract and” in paragraph 19.01, are deleted.
Article 11
Amendments to Article 36 of the Master Agreement
Section 11.1. Article 36 is deleted.
Article 12
Amendments to Article 40 of the Master Agreement
Section 12.1. Section c in paragraph 40.02, is deleted.
Article 13
Amendments to Article 41 of the Master Agreement
Section 13.1. The words “ , the Power Contract” in point ii) in section a in paragraph 41.02, are deleted.
Section 13.2. Points i) and ii) in section b in paragraph 41.02, are deleted.
Section 13.3. The words “the Power Contract,” in paragraph 41.03, are deleted.
Article 14
Amendments to Article 42 of the Master Agreement
Section 14.1. The words “ , the Power Contract” in section a under point B in paragraph 42.02, are deleted.
Article 15
Amendments to Article 43 of the Master Agreement
Section 15.1. The words “the Power Contract,” in paragraph 43.02, are deleted.
Article 16
Amendments to Article 46 of the Master Agreement
Section 16.1. The words “between the parties to the Power Contract,” in the article, are deleted.
Article 17
Amendments to Article 48 of the Master Agreement
Section 17.1. Section b in paragraph 48.02, is deleted.
Article 18
Amendments to Article 53 of the Master Agreement
Section 18.1. The words “the Power Contract,” in the article, are deleted.
Article 19
Amendments to Schedule A to the Master Agreement
Section 19.1. Schedule A is deleted.
Article 20
Validity and Status of this Agreement
Section 20.1. This Agreement shall take effect on its signature on the part of the Parties and its execution.
Section 20.2. This Agreement is made as supplemental agreement to the Master Agreement pursuant to the provisions of Article 51 thereof and shall be deemed to be an integral part of the Master Agreement (as previously amended) as fully as if it were incorporated therein. Except as modified hereby, the provisions of the Master Agreement, with all its rights and obligations, shall not be changed or affected and shall remain in full force and effect. Unless the context otherwise requires, any reference to the Master Agreement made in the Scheduled Documents or the Scheduled Contracts, or any of them, or otherwise made hereafter shall be deemed to be a reference to the Master Agreement as previously amended and as amended by this Agreement.
Section 20.3. Upon the signature of this Agreement by the parties hereto, and upon notice being given as provided in Article 51 of the Master Agreement, this Agreement, accompanied by a legislative bill relating thereto, shall be submitted to the Althing for ratification and approval. Upon ratification and the completion of all other legislative and notification requirements, this Agreement shall become effective (“Effective Date”) and have the force of law in Iceland as provided in the Ratifying Act.
Article 21
Further provisions
Section 21.1. This Amendment to the Master Agreement shall be signed and delivered by the Parties in two copies. Each such copy shall constitute an authentic original of equal validity with the other copy.
     
IN WITNESS WHEREOF, this Eighth Amendment to the Master Agreement has been signed on behalf of the Government and Alcan Holdings Switzerland Ltd. as of the date first above written, in two copies.
     
For For
THE GOVERNMENT OF ICELAND: ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND:

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2010.