Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1065, 139. löggjafarþing 210. mál: staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl. (kyrrsetning eigna).
Lög nr. 24 21. mars 2011.

Lög um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, og lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (kyrrsetning eigna).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.

1. gr.

     Á eftir 31. gr. laganna kemur ný grein, 31. gr. a, svohljóðandi:
     Til tryggingar greiðslu væntanlegrar kröfu um staðgreiðslu opinberra gjalda, fésektar og sakarkostnaðar í málum er sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá gjaldanda og öðrum þeim sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi skv. 30. gr. beinist að ef hætta þykir á að eignum verði ella skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun, enda megi ætla að meint refsiverð háttsemi varði við 262. gr. almennra hegningarlaga.
     Tollstjóri annast rekstur mála skv. 1. mgr. Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal tilkynna tollstjóra um mál þar sem hann telur að rannsókn hans muni leiða til þess að staðgreiðsla opinberra gjalda hjá gjaldanda verði hækkuð eða honum eða öðrum þeim sem grunur um refsiverða háttsemi skv. 30. gr. beinist að verði gerð fésekt. Tollstjóra er heimill aðgangur að öllum nauðsynlegum upplýsingum og gögnum sem skattyfirvöld, fjármálastofnanir og aðrir aðilar búa yfir, sbr. 25. gr., og snerta ráðstafanir samkvæmt þessari grein. Um framkvæmd og gildi kyrrsetningar fer sem um kyrrsetningu fjármuna almennt sé að ræða, með þeim undantekningum að tryggingu þarf ekki að setja, mál þarf ekki að höfða til staðfestingar kyrrsetningu og gjöld skal ekki greiða fyrir ráðstafanirnar.
     Kyrrsetning fellur niður ef rannsókn leiðir ekki til þess að skattar skattaðila verði hækkaðir eða honum eða öðrum þeim sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi skv. 30. gr. beinist að verði gerð fésekt hvort sem er af skattyfirvöldum eða fyrir dómi. Sá er kyrrsetning beinist að á þá heimtingu á að felldar verði úr gildi þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til tryggingar kyrrsetningunni. Kyrrsetning fellur á sama hátt niður ef inntar eru af hendi þær greiðslur sem kyrrsetning á að tryggja.
     Leggja má fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti kyrrsetningargerðar með sama hætti og greinir í 2. mgr. 102. gr. laga um meðferð sakamála.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

2. gr.

     Á eftir 41. gr. laganna kemur ný grein, 41. gr. a, svohljóðandi:
     Til tryggingar greiðslu væntanlegrar kröfu um virðisaukaskatt, fésektar og sakarkostnaðar í málum er sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi skv. 40. gr. beinist að ef hætta þykir á að eignum verði ella skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun, enda megi ætla að meint refsiverð háttsemi varði við 262. gr. almennra hegningarlaga.
     Tollstjóri annast rekstur mála skv. 1. mgr. Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal tilkynna tollstjóra um mál þar sem hann telur að rannsókn hans muni leiða til þess að virðisaukaskattur skattaðila verði hækkaður eða honum eða öðrum þeim sem grunur um refsiverða háttsemi skv. 40. gr. beinist að verði gerð fésekt. Tollstjóra er heimill aðgangur að öllum nauðsynlegum upplýsingum og gögnum sem skattyfirvöld, fjármálastofnanir og aðrir aðilar búa yfir, sbr. 38. gr., og snerta ráðstafanir samkvæmt þessari grein. Um framkvæmd og gildi kyrrsetningar fer sem um kyrrsetningu fjármuna almennt sé að ræða, með þeim undantekningum að tryggingu þarf ekki að setja, mál þarf ekki að höfða til staðfestingar kyrrsetningu og gjöld skal ekki greiða fyrir ráðstafanirnar.
     Kyrrsetning fellur niður ef rannsókn leiðir ekki til þess að virðisaukaskattur skattaðila verði hækkaður eða honum eða öðrum þeim sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi skv. 40. gr. beinist að verði gerð fésekt hvort sem er af skattyfirvöldum eða fyrir dómi. Sá er kyrrsetning beinist að á þá heimtingu á að felldar verði úr gildi þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til tryggingar kyrrsetningunni. Kyrrsetning fellur á sama hátt niður ef inntar eru af hendi þær greiðslur sem kyrrsetning á að tryggja.
     Leggja má fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti kyrrsetningargerðar með sama hætti og greinir í 2. mgr. 102. gr. laga um meðferð sakamála.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.

3. gr.

     Á eftir 20. gr. laganna kemur ný grein, 20. gr. a, svohljóðandi:
     Til tryggingar greiðslu væntanlegrar kröfu um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, fésektar og sakarkostnaðar í málum er sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi skv. 19. gr. beinist að ef hætta þykir á að eignum verði ella skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun, enda megi ætla að meint refsiverð háttsemi varði við 262. gr. almennra hegningarlaga.
     Tollstjóri annast rekstur mála skv. 1. mgr. Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal tilkynna tollstjóra um mál þar sem hann telur að rannsókn hans muni leiða til þess að staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur hjá skattaðila verði hækkuð eða honum eða öðrum þeim sem grunur um refsiverða háttsemi skv. 19. gr. beinist að verði gerð fésekt. Tollstjóra er heimill aðgangur að öllum nauðsynlegum upplýsingum og gögnum sem skattyfirvöld, fjármálastofnanir og aðrir aðilar búa yfir, sbr. 15. gr., og snerta ráðstafanir samkvæmt þessari grein. Um framkvæmd og gildi kyrrsetningar fer sem um kyrrsetningu fjármuna almennt sé að ræða, með þeim undantekningum að tryggingu þarf ekki að setja, mál þarf ekki að höfða til staðfestingar kyrrsetningu og gjöld skal ekki greiða fyrir ráðstafanirnar.
     Kyrrsetning fellur niður ef rannsókn leiðir ekki til þess að staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur skattaðila verði hækkuð eða honum eða öðrum þeim sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi skv. 19. gr. beinist að verði gerð fésekt hvort sem er af skattyfirvöldum eða fyrir dómi. Sá er kyrrsetning beinist að á þá heimtingu á að felldar verði úr gildi þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til tryggingar kyrrsetningunni. Kyrrsetning fellur á sama hátt niður ef inntar eru af hendi þær greiðslur sem kyrrsetning á að tryggja.
     Leggja má fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti kyrrsetningargerðar með sama hætti og greinir í 2. mgr. 102. gr. laga um meðferð sakamála.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.

4. gr.

     Við 1. málsl. 6. mgr. 113. gr. laganna bætist: enda megi ætla að meint refsiverð háttsemi varði við 262. gr. almennra hegningarlaga.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi og taka ákvæði þeirra jafnt til mála sem rannsókn er þegar hafin á og þeirra sem síðar eru tekin til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2011.