Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1281, 139. löggjafarþing 659. mál: fjármálafyrirtæki (fjárhagsleg endurskipulagning og slit).
Lög nr. 32 12. apríl 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum (fjárhagsleg endurskipulagning og slit).


1. gr.

     Á eftir orðinu „hendi“ í h-lið 2. mgr. 99. gr. laganna kemur: sem hafin var fyrir uppkvaðningu úrskurðar um endurskipulagningu fjárhags.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. apríl 2011.