Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1379, 139. löggjafarþing 769. mál: landsdómur (kjörtímabil dómara).
Lög nr. 41 9. maí 2011.

Lög um breytingu á lögum um landsdóm, nr. 3/1963, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Dómarar sem eiga sæti í landsdómi þegar Alþingi hefur samþykkt málshöfðun gegn ráðherra og varamenn þeirra skulu ljúka meðferð þess máls þrátt fyrir að kjörtímabil þeirra sé á enda.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 2011.