Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1387, 139. löggjafarþing 202. mál: lax- og silungsveiði (innlausn veiðiréttar og breytt skipan matsnefndar).
Lög nr. 47 16. maí 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Einn skal skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar og einn samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands og skulu þeir uppfylla almenn hæfisskilyrði héraðsdómara.
  2. 5. málsl. 1. mgr. fellur brott.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 2011.