Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1514, 139. löggjafarþing 797. mál: almannatryggingar (heimild til að hækka bætur).
Lög nr. 51 24. maí 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 15. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þó er ráðherra heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, að breyta þessum fjárhæðum til hækkunar ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Þegar áðurgreind skilyrði leiða til hækkunar skal ráðherra breyta þeim með reglugerð.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 2011.