Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1765, 139. löggjafarþing 572. mál: Hagþjónusta landbúnaðarins o.fl. (afnám stofnunarinnar).
Lög nr. 74 21. júní 2011.

Lög um breyting á lögum um Hagþjónustu landbúnaðarins, nr. 63/1989, lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, ábúðarlögum, nr. 80/2004, og lögum um búfjárhald, nr. 103/2002 (niðurlagning Hagþjónustu landbúnaðarins).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 63/1989, um Hagþjónustu landbúnaðarins.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum.
 3. 2. mgr. fellur brott.
 4. Í stað orðanna „starfi Hagþjónustu landbúnaðarins“ í 3. mgr. kemur: framkvæmd þessara laga.
 5. Í stað orðanna „henni er heimilt að afla sér“ í 3. mgr. kemur: aðila sem sinnir verkefnum með heimild í 3. gr. a er heimilt að afla sér.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hlutverk Hagþjónustu landbúnaðarins er“ kemur: Ráðherra skal hlutast til um hagþjónustu í landbúnaði sem hefur svofellt hlutverk.
 2. 1. tölul. orðast svo: Að annast hagrannsóknir í landbúnaði, eftir atvikum í samstarfi við stofnanir sem sinna sambærilegri starfsemi. Áhersla skal lögð á rannsóknir og úrvinnslu gagna sem nýtast við hagrænar leiðbeiningar til bænda og rannsóknir sem gagnast við stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda.
 3. 2., 3., 5. og 6. tölul. falla brott.


3. gr.

     Fyrirsögn I. kafla laganna verður: Yfirstjórn.

4. gr.

     II. kafli laganna fellur brott.

5. gr.

     Við lögin bætist nýr kafli, II. kafli A, Framkvæmd hagþjónustu landbúnaðarins, með einni grein, 3. gr. a, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að gera samning um framkvæmd verkefna samkvæmt lögum þessum við Landbúnaðarháskóla Íslands eða aðra háskóla og Hagstofu Íslands eða aðra hæfa aðila.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Orðin „og skulu þær hafa hliðsjón af viðmiðunargjaldskrá Hagþjónustu landbúnaðarins“ í 2. mgr. falla brott.
 2. Í stað orðanna „Hagþjónusta landbúnaðarins“ í 3. mgr. kemur: Aðili sem sinnir verkefnum með heimild í 3. gr. a.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „stofnunarinnar“ kemur: samkvæmt lögum þessum.
 2. Orðin „og skulu greiðslurnar vera samkvæmt viðmiðunargjaldskrá sem landbúnaðarráðherra setur“ falla brott.


8. gr.

     8. gr. laganna fellur brott.

9. gr.

     Í stað orðanna „Stjórn og starfsmönnum Hagþjónustu landbúnaðarins“ í 9. gr. laganna kemur: Þeim sem sinna verkefnum samkvæmt þessum lögum með heimild í samningi skv. 3. gr. a.

10. gr.

     10. gr. laganna fellur brott.

11. gr.

     11. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um rekstur og tilhögun hagþjónustu landbúnaðarins.

12. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um hagþjónustu landbúnaðarins.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.

13. gr.

     Í stað orðanna „forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins“ í 8. mgr. 7. gr. laganna kemur: aðili skv. 3. gr. a laga nr. 63/1989, um hagþjónustu landbúnaðarins.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hagþjónustu landbúnaðarins“ í 2. mgr. kemur: Aðili skv. 3. gr. a laga nr. 63/1989, um hagþjónustu landbúnaðarins.
 2. Í stað orðanna „Stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins“ í 2. mgr. kemur: Aðili skv. 3. gr. a laga nr. 63/1989, um hagþjónustu landbúnaðarins.
 3. Í stað orðanna „Hagþjónustu landbúnaðarins“ í 3. mgr. kemur: aðila skv. 3. gr. a laga nr. 63/1989, um hagþjónustu landbúnaðarins.


III. KAFLI
Breyting á ábúðarlögum, nr. 80/2004.

15. gr.

     2. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 103/2002, um búfjárhald o.fl.

16. gr.

     Í stað orðanna „Hagþjónustu landbúnaðarins“ í 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: aðila skv. 3. gr. a laga nr. 63/1989, um hagþjónustu landbúnaðarins.

V. KAFLI
Gildistaka.

17. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2012.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Störf hjá Hagþjónustu landbúnaðarins eru lögð niður frá og með 1. janúar 2012. Ákvæði laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda um starfsmenn, eftir því sem við á.

Samþykkt á Alþingi 10. júní 2011.