Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1987, 139. löggjafarþing 661. mál: orlof (orlof í kjölfar veikinda, EES-reglur).
Lög nr. 133 27. september 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 30/1987, um orlof, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Getur starfsmaður þá krafist orlofs á öðrum tíma og skal orlofið ákveðið í samráði atvinnurekanda við starfsmanninn skv. 5. gr. en þó eins fljótt og unnt er eftir að veikindunum lýkur.
  2. 2. mgr. fellur brott.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. september 2011.