Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 635, 140. löggjafarþing 239. mál: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (iðgjald launagreiðanda).
Lög nr. 157 23. desember 2011.

Lög um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997, með síðari breytingum (iðgjald launagreiðanda).


1. gr.

     2. málsl. 4. mgr. 13. gr. laganna orðast svo: Leiði tryggingafræðileg athugun í ljós að iðgjald sjóðfélaga til sjóðsins ásamt mótframlagi launagreiðenda dugi ekki til greiðslu á skuldbindingum sjóðsins, sbr. þó 39. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skal stjórn sjóðsins hækka framlag launagreiðenda í samræmi við niðurstöðu athugunarinnar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2011.