Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 633, 140. löggjafarþing 317. mál: virðisaukaskattur (listaverk o.fl.).
Lög nr. 183 23. desember 2011.

Lög um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum (listaverk o.fl.).


1. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2011“ í ákvæði til bráðabirgða X í lögunum kemur: 31. desember 2012.

2. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2011“ í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 31. desember 2012.

3. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2012“ í 1. og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XV í lögunum kemur: 1. janúar 2013.

4. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal um leiðréttingu virðisaukaskatts, sem innheimtur var á grundvelli samninga sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í máli nr. 282/2011 og dómum eða úrskurðum með sambærilegri niðurstöðu um réttaráhrif lánssamninga sem kveðnir eru upp eftir 20. október 2011, fara sem hér segir:
  1. Í þeim tilvikum sem viðskiptavinur fjármálafyrirtækis færði virðisaukaskatt af viðskiptum sem þessum til innskatts að fullu samkvæmt ákvæðum 16. gr. skal ekki fara fram leiðrétting á sölureikningum sem fjármálafyrirtæki hefur þegar gefið út, sem og virðisaukaskattsskilum fjármálafyrirtækis og viðskiptavinar vegna þessara viðskipta umfram það sem almennar leiðréttingarheimildir 26. gr. gera kröfu um.
  2. Í þeim tilvikum sem viðskiptavinur fjármálafyrirtækis hafði ekki heimild til að færa virðisaukaskatt af viðskiptunum til innskatts, eða hafði einungis heimild til að færa hluta af honum til innskatts, skulu fjármálafyrirtæki og viðskiptavinur sem hafði hlutfallslegan innskattsrétt leiðrétta virðisaukaskattsskilin í einu lagi, þ.e. mismun þegar greidds virðisaukaskatts og þess virðisaukaskatts sem borið hefði að innheimta við sölu. Leiðréttingu á virðisaukaskattsskilum skal miða við uppgjörstímabilið þegar endurútreikningur fjármálafyrirtækis gagnvart viðskiptavini liggur fyrir og skal jafnframt viðeigandi leiðrétting gerð á skattframtali viðkomandi árs. Komi upp ágreiningur um útreikning skal leiðrétting fara fram á því uppgjörstímabili þegar úr honum er leyst. Við leiðréttingu samkvæmt þessum tölulið skal ekki beita álagi og dráttarvöxtum samkvæmt lögum þessum. Þá skal endurgreiðsla úr ríkissjóði vegna leiðréttingarinnar ekki bera vexti.

     Verði gerðar breytingar á inntaki samningssambands fjármálafyrirtækis og viðskiptavinar þess í kjölfar dómsniðurstöðu fer um virðisaukaskattsframkvæmd vegna breyttra samninga eftir almennum reglum laga þessara.
     Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2012.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2011.