Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 902, 140. löggjafarþing 63. mál: náttúruvernd (refsingar fyrir náttúruspjöll).
Lög nr. 20 12. mars 2012.

Lög um breytingu á lögum nr. 44/1999, um náttúruvernd, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 76. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Nú hljótast af broti alvarleg spjöll á náttúru landsins og skal brotamaður þá sæta sektum, að lágmarki 350.000 kr., eða fangelsi allt að fjórum árum. Lágmarksfjárhæð sekta skal taka mánaðarlegum breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs.

2. gr.

     Á eftir 76. gr. laganna kemur ný grein, 76. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Upptaka ökutækis.
     Þegar alvarleg spjöll verða á náttúru landsins við akstur eða hann telst sérlega vítaverður að öðru leyti má gera upptækt með dómi vélknúið ökutæki sem notað hefur verið við framningu brots gegn ákvæðum laga þessara, nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. maí 2012.

Samþykkt á Alþingi 28. febrúar 2012.