Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1532, 140. löggjafarþing 375. mál: varnir gegn mengun hafs og stranda (mengunarvarnaráð hafna og bráðamengun).
Lög nr. 52 22. júní 2012.

Lög um breytingu á lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda, með síðari breytingum (mengunarvarnaráð hafna og bráðamengun).


1. gr.

     5. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Hafnarsvæði: Umráðasvæði á sjó og landi sem hafnaryfirvöld á hverjum stað annast og skilgreint er í hafnalögum og hafnarreglugerðum og sá hluti strandar sem skilgreindur er sem hafnarsvæði samkvæmt aðalskipulagi á hverjum stað.

2. gr.

     T-liður 1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: varnir og viðbrögð við bráðamengun, flokkun hafna og nauðsynlegan mengunarvarnabúnað í hverri höfn eða flokki hafna sem og rekstur og notkun hans, upplýsingaskyldu, skyldu eftirlitsaðila til samvinnu, viðbragðsáætlanir, stjórn á vettvangi, samkomulag stofnana, sbr. 14. gr., verkefni og verksvið mengunarvarnaráðs.

3. gr.

     13. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:
Mengunarvarnaráð hafna.
     Að afloknum hverjum sveitarstjórnarkosningum skal ráðherra skipa sjö fulltrúa í mengunarvarnaráð hafna til fjögurra ára í senn. Umhverfisstofnun tilnefnir tvo fulltrúa og er annar þeirra formaður ráðsins. Hafnasamband Íslands tilnefnir þrjá fulltrúa, Samband íslenskra sveitarfélaga einn fulltrúa, og skal hann vera starfandi heilbrigðisfulltrúi, og Siglingastofnun Íslands einn fulltrúa. Þeir sem tilnefna fulltrúa í mengunarvarnaráð skulu bera kostnað vegna fulltrúa sinna í ráðinu.
     Hlutverk mengunarvarnaráðs hafna er:
 1. að vera formlegur samstarfsvettvangur Umhverfisstofnunar og hafna um málefni sem varða viðbúnað og viðbrögð við bráðamengun innan hafnarsvæða,
 2. að stuðla að samstarfi og samhæfingu milli hafna um viðbúnað, samræmingu viðbragðsáætlana og viðbragða við bráðamengun,
 3. að gera tillögu til Umhverfisstofnunar um uppbyggingu og endurnýjun á mengunarvarnabúnaði í höfnum landsins og
 4. að koma með ábendingar og tillögur um innihald viðbragðsáætlana.


4. gr.

     Á eftir 13. gr. laganna kemur ný grein, 13. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Tilkynningar.
     Tilkynna skal um bráðamengun innan hafnarsvæðis til viðkomandi hafnarstjóra sem grípur til viðeigandi ráðstafana.
     Tilkynna skal um óhöpp á sjó utan hafnarsvæða til vaktstöðvar siglinga. Vaktstöð siglinga kallar til vakthafandi aðila innan Umhverfisstofnunar sem gerir viðeigandi ráðstafanir í samræmi við viðbragðsáætlanir.
     Mengunaróhöpp á landi skal tilkynna til viðkomandi slökkviliðs í samræmi við lög um brunavarnir.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. A-liður 1. mgr. orðast svo: Bráðamengun innan hafnarsvæða: Hafnarstjóri ber ábyrgð á að gripið sé til viðeigandi bráðaaðgerða til að hefta útbreiðslu og koma í veg fyrir frekara tjón vegna mengunarinnar. Hafnarstjóri tilnefnir vettvangsstjóra sem fer með stjórn á vettvangi. Hafnarstjóra ber að tilkynna Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefnd um bráðamengun strax og vart verður við hana. Eftir að bráðaaðgerðum lýkur getur hafnarstjóri óskað eftir því að heilbrigðisnefnd hafi umsjón með frekari hreinsun umhverfis. Heilbrigðisnefnd hefur eftirlit með bráðaaðgerðum og ákveður hvenær árangur af hreinsun er nægur. Hafnarstjóri getur kallað eftir aðstoð Umhverfisstofnunar telji hann ástæðu til. Telji Umhverfisstofnun nauðsyn á frekari aðgerðum er stofnuninni heimilt að hlutast til um þær.
 2. B-liður 1. mgr. orðast svo: Bráðamengun utan hafnarsvæða: Við óhapp sem leiðir til eða getur leitt til bráðamengunar hafs og stranda utan hafnarsvæða skal Umhverfisstofnun gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við viðbragðsáætlanir. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á að aðgerðir gegn bráðamengun hefjist og annast stjórn á vettvangi. Umhverfisstofnun getur farið fram á að heilbrigðisnefnd fari á vettvang og meti umfang bráðamengunar og nauðsynlegar aðgerðir og tilkynni Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun er heimilt að fela heilbrigðisnefnd eða öðrum aðilum í umboði stofnunarinnar umsjón með aðgerðum á kostnað stofnunarinnar. Umhverfisstofnun, Siglingastofnun Íslands og Landhelgisgæsla Íslands skulu gera skriflega aðgerðaáætlun um aðkomu stofnananna og um framkvæmd einstakra verkþátta.
 3. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ef umfang eða eðli mengunar er slíkt að ætla megi að almenningi stafi hætta af skal nota neyðarskipulag almannavarna.
 4. 5. mgr. orðast svo:
 5.      Heimilt er að fela slökkviliðsstjóra umsjón með mengunarvarnabúnaði og stjórn á vettvangi við bráðamengunaróhöpp með sérstökum samningi eða í einstökum tilvikum þegar við á.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Umhverfisstofnun skal sjá um gerð viðbragðsáætlana utan hafnarsvæða í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands, Siglingastofnun Íslands og að höfðu samráði við ráðgjafaraðila, sbr. 5. gr.
 3. Á eftir 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
 4.      Viðbragðsáætlanir skulu gerðar fyrir hverja höfn og skulu þær taka mið af aðstæðum á hverjum stað. Hafnir skulu gera viðbragðsáætlun og senda Umhverfisstofnun til samþykktar.
       Fyrir 1. mars ár hvert skulu hafnir skila til Umhverfisstofnunar uppfærðri viðbragðsáætlun.


7. gr.

     19. gr. laganna orðast svo:
     Hver höfn skal að lágmarki eiga og reka mengunarvarnabúnað í samræmi við flokkun hafnar og áhættumat hennar og eins og nánar er kveðið á um í reglugerð sem ráðherra setur. Þó er heimilt að hafnir á tilteknu svæði eigi og reki slíkan mengunarvarnabúnað saman. Leita skal samþykkis Umhverfisstofnunar fyrir slíkri tilhögun áður en hafnir gera samning sín á milli.
     Umhverfisstofnun skal hafa yfir að ráða flytjanlegum mengunarvarnabúnaði til að takast á við bráðamengunaróhöpp utan sem innan hafnarsvæða eftir því sem þörf er á. Stofnunin sér um rekstur, endurnýjun og uppbyggingu mengunarvarnabúnaðarins. Umhverfisstofnun ákveður í samráði við mengunarvarnaráð hafna uppbyggingu og endurnýjun á nauðsynlegum mengunarvarnabúnaði í höfnum landsins og um borð í varðskipum Landhelgisgæslu Íslands.
     Fyrir 1. mars ár hvert skulu hafnir skila til Umhverfisstofnunar skýrslu um mengunarvarnaæfingar árið á undan, notkun mengunarvarnabúnaðar, mat á ástandi hans og þörf á endurnýjun, ásamt upplýsingum um bráðamengunaróhöpp sem orðið hafa í höfninni og hvernig við þeim var brugðist.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
 1. Orðin „og svæðisráðum“ og „og við starfsemi svæðisráða vegna mengunar“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. Orðin „svæðisráðs og“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
 3. Í stað orðanna „eitt ár“ í lokamálslið 1. mgr. og 5. málsl. 2. mgr. kemur: tvö ár.
 4. Á eftir orðunum „að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: og að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.


9. gr.

     Í stað orðanna „eitt ár“ í lokamálslið 23. gr. og 3. mgr. 27. gr. laganna kemur: tvö ár.

10. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 2012.