Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1499, 140. löggjafarþing 344. mál: almenn hegningarlög (varnir gegn kynferðislegri misnotkun barna).
Lög nr. 58 25. júní 2012.

Lög um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (samningur Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun).


1. gr.

     3. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
     Í þeim tilvikum sem greinir í 2. tölul. 1. mgr. skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum fyrir brot manns, sem var íslenskur ríkisborgari eða búsettur hér á landi á verknaðarstundu, er fellur undir 2.–4. mgr. 206. gr., 1. mgr. 210. gr. b, 218. gr. a og 2. tölul. 1. mgr. 227. gr. a og framið er erlendis þrátt fyrir að verknaðurinn teljist ekki refsiverður eftir lögum þess ríkis. Sama gildir um brot manns gegn barni yngra en 15 ára er fellur undir 194. gr., 197.–198. gr., 200.–201. gr. og 1. mgr. 202. gr., svo og brot manns er fellur undir 1. mgr. 210. gr. a, enda sé um að ræða framleiðslu efnis sem þar greinir.

2. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Fyrir háttsemi sem greinir í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun frá 25. október 2007.

3. gr.

     Í stað orðanna „og 218. gr. a“ í 2. málsl. 1. mgr. 82. gr. laganna kemur: 2. og 4. mgr. 206. gr., 1. mgr. 210. gr. b, 218. gr. a og 2. tölul. 1. mgr. 227. gr. a.

4. gr.

     4. mgr. 202. gr. laganna orðast svo:
     Hver sem með samskiptum á netinu, annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni eða með öðrum hætti mælir sér mót við barn yngra en 15 ára í því skyni að hafa við barnið samræði eða önnur kynferðismök eða til að áreita það kynferðislega á annan hátt skal sæta fangelsi allt að 2 árum.

5. gr.

     4. mgr. 210. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Á eftir 210. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 210. gr. a og 210. gr. b, svohljóðandi:
     
     a. (210. gr. a.)
     Hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt. Sama gildir um ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna einstaklinga 18 ára og eldri á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, enda séu þeir í hlutverki barns, eða ef líkt er eftir barni í slíku efni þó að það sé ekki raunverulegt, svo sem í teiknimyndum eða öðrum sýndarmyndum.
     Hver sem skoðar myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni skal sæta sömu refsingu og greinir í 1. mgr.
     
     b. (210. gr. b.)
     Hver sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu, skipuleggur eða veldur því með öðrum hætti eða hefur ávinning af því að barn tekur þátt í slíkri sýningu skal sæta fangelsi allt að 2 árum, en allt að 6 árum ef brot er stórfellt.
     Sá sem sækir nektar- eða klámsýningu þar sem börn eru þátttakendur skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

8. gr.

     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á barnaverndarlögum, nr. 80/2002:
  1. Síðari málsliður 3. mgr. 93. gr. laganna fellur brott.
  2. 4. mgr. 97. gr. laganna fellur brott.


Samþykkt á Alþingi 11. júní 2012.