Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1665, 140. löggjafarþing 709. mál: útlendingar (vegabréfsáritanir, hælisleitendur og EES-reglur).
Lög nr. 83 29. júní 2012.

Lög um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2004/38/EB og tilskipunar 2008/115/EB, fyrirsvar vegna útgáfu vegabréfsáritana og réttaraðstoð við hælisleitendur).


1. gr.

     Við 8. mgr. 6. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar sérstaklega stendur á er jafnframt heimilt að fela utanríkisþjónustu ríkis sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu að synja umsókn um vegabréfsáritun.

2. gr.

     Orðin „á kærustigi“ í b-lið 2. mgr. 25. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Orðin „svo og ákvörðun sendiráðs, fastanefndar eða ræðismanns skv. 8. mgr. 6. gr.“ í 30. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     Við 35. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Réttur skv. 1. mgr. er háður því að viðkomandi einstaklingur verði ekki ósanngjörn byrði á kerfi félagslegrar aðstoðar.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „þrjá mánuði“ í 1. mgr. kemur: greinir í 1. mgr. 35. gr.
 2. C-liður 1. mgr. orðast svo: þiggur nægilegar fastar reglubundnar greiðslur eða á nægilegt fé fyrir sig og aðstandendur sína til að verða ekki byrði á kerfi félagslegrar aðstoðar á dvalartímabilinu og hefur fullnægjandi sjúkratryggingu, eða.
 3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Ekki má þó neita EES- eða EFTA-útlendingi um að fá að njóta réttinda sinna á þeim grundvelli einum að viðkomandi sé ekki handhafi skráningarvottorðs, sbr. 3. mgr., skjals eða skírteinis sem staðfestir rétt til ótímabundinnar dvalar, skjals sem vottar að umsókn um dvalarskírteini fyrir aðstandendur hafi verið lögð fram eða dvalarskírteinis, þar eð viðkomandi getur fært sönnur á rétt með ýmsum öðrum skjölum.


6. gr.

     1. mgr. 37. gr. laganna orðast svo:
     Aðstandandi EES- eða EFTA-útlendings sem dvelur löglega hér á landi má dvelja með honum hér á landi í allt að þrjá mánuði frá komu til landsins.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: EES- eða EFTA-útlendingur, sem dvalið hefur löglega hér á landi samfellt í fimm ár skv. 1. mgr. 36. gr., á rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi og falla þá niður skilyrði 1. mgr. 36. gr.
 2. Í stað orðsins „hans“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: EES- eða EFTA-útlendings.
 3. Á eftir orðunum „í eitt ár“ í 2. mgr. kemur: svo sem.
 4. Við 4. mgr. bætist: svo fljótt sem verða má.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
 1. Við 3. mgr. bætist: sbr. þó ákvæði 2. mgr. 43. gr.
 2. Á eftir orðinu „brottvísun“ í 4. mgr. kemur: á grundvelli 1. mgr.


9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 43. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „heilsufari“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: félagslegri og menningarlegri aðlögun.
 2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, er verður 2. mgr., svohljóðandi:
 3.      Ekki er heimilt að vísa brott EES- eða EFTA-útlendingi, eða aðstandanda hans,
  1. sem uppfyllir skilyrði a- eða b-liðar 1. mgr. 36. gr.,
  2. sem er í atvinnuleit, svo fremi viðkomandi geti sýnt fram á að hann sé í virkri atvinnuleit og eigi raunhæfa möguleika á vinnu,
  3. á þeim grundvelli einum að ferðaskilríki það sem hann notaði til að koma til landsins sé útrunnið.

 4. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Hafi EES- eða EFTA-útlendingur dvalið löglega hér á landi lengur en í tíu ár verður honum ekki vísað brott nema af brýnni nauðsyn með skírskotun til almannaöryggis.


10. gr.

     Í stað orðanna „skal starfsmaður Útlendingastofnunar kallaður til“ í 3. mgr. 50. gr. a í lögunum kemur: skal Útlendingastofnun gert viðvart um að hælisumsókn hafi borist.

11. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. júní 2012.