Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 42, 142. löggjafarþing 3. mál: stjórn fiskveiða (framlenging bráðabirgðaákvæða).
Lög nr. 81 2. júlí 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum (framlenging bráðabirgðaákvæða).


1. gr.

     Í stað orðanna „1. september 2013“ í 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða V í lögunum kemur: 1. september 2014.

2. gr.

     Í stað orðanna „2010/2011, 2011/2012 og 2012/2013“ í 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða VII í lögunum kemur: til 2013/2014.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum:
  1. Í stað orðanna „2011/2012 og 2012/2013“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: til 2013/2014.
  2. Í stað orðanna „og 2012/2013“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: til 2013/2014.
  3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður sem verður 3. málsl. og orðast svo: Aflaheimildir sem úthlutað er samkvæmt þessu ákvæði er óheimilt að framselja.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða IX í lögunum:
  1. Í stað orðanna „og 2012/2013“ í 2. og 3. mgr. kemur: til 2013/2014.
  2. Í stað orðanna „allt að 2.000 lestum af óslægðum þorski og 600 lestum af óslægðum ufsa“ í 2. mgr. kemur: allt að 2.600 lestum af óslægðum botnfiski.
  3. Í stað orðanna „allt að 2.500 lestum af þorski og 500 lestum af ufsa“ í 3. mgr. kemur: allt að 3.000 lestum af óslægðum botnfiski.
  4. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
  5.      Aflaheimildir þessar skal draga frá leyfðum heildarafla áður en kemur til skiptingar og frádráttar skv. 3. mgr. 8. gr.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum:
  1. Í stað orðanna „á árunum 2012 og 2013“ í 1. málsl. kemur: á árunum 2012, 2013 og 2014.
  2. Í stað orðanna „á árinu 2012 og 2013“ í 2. málsl. kemur: á árunum 2012, 2013 og 2014.


6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. júní 2013.