Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 290, 143. löggjafarþing 94. mál: Neytendastofa og talsmaður neytenda (talsmaður neytenda o.fl.).
Lög nr. 125 12. desember 2013.

Lög um breytingu á lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda, nr. 62/2005, með síðari breytingum (talsmaður neytenda o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Neytendastofa skal stuðla að fræðslu til almennings um neytendamál og önnur verkefni sem stofnuninni verða falin með lögum eða reglugerðum. Neytendastofa skal skila ráðherra árlega skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári. Skýrsluna skal birta opinberlega.


2. gr.

     2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Forstjóri stjórnar daglegum rekstri Neytendastofu og ræður aðra starfsmenn. Forstjóri ber ábyrgð á að starfsemi og rekstur stofnunarinnar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

3. gr.

     5.–11. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um Neytendastofu.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Við gildistöku laga þessara verða verkefni embætti talsmanns neytenda sameinuð verkefnum Neytendastofu. Frá sama tíma er embætti talsmanns neytenda lagt niður.

6. gr.

Breyting á öðrum lögum.
     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
 1. Lög um alferðir, nr. 80/1994, með síðari breytingum: Í stað orðanna „laga um Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 3. mgr. 17. gr. laganna kemur: laga um Neytendastofu.
 2. Lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995, með síðari breytingum: Í stað orðanna „laga um Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 19. gr. a laganna kemur: laga um Neytendastofu.
 3. Lög um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, nr. 146/1996, með síðari breytingum: Í stað orðanna „laga um Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 1. og 2. málsl. 8. mgr. 11. gr. laganna kemur: laga um Neytendastofu.
 4. Lög um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis, nr. 23/1997, með síðari breytingum: Í stað orðanna „laga um Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: laga um Neytendastofu.
 5. Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga, nr. 46/2000, með síðari breytingum: Í stað orðanna „laga um Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 3. mgr. 17. gr. laganna kemur: laga um Neytendastofu.
 6. Lög um rafrænar undirskriftir, nr. 28/2001, með síðari breytingum: Í stað orðanna „laga um Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 6. mgr. 18. gr. laganna kemur: laga um Neytendastofu.
 7. Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002, með síðari breytingum: Í stað orðanna „laga um Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 2. mgr. 19. gr. laganna kemur: laga um Neytendastofu.
 8. Lög um vörur unnar úr eðalmálmum, nr. 77/2002, með síðari breytingum: Í stað orðanna „laga um Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 5. mgr. 11. gr. laganna kemur: laga um Neytendastofu.
 9. Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, með síðari breytingum: Í stað orðanna „laga um Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur: laga um Neytendastofu.
 10. Lög um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, nr. 91/2006, með síðari breytingum:
  1. Í stað orðanna „Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 2. málsl. 2. mgr. 28. gr. laganna kemur: Neytendastofu.
  2. Í stað orðanna „laga um Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 2. mgr. 38. gr. a laganna kemur: laga um Neytendastofu.
 11. Lög um neytendalán, nr. 33/2013: Í stað orðanna „Neytendastofu og talsmann neytenda“ í 3. málsl. 3. mgr. 29. gr. laganna kemur: Neytendastofu.


Samþykkt á Alþingi 3. desember 2013.