Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 839, 143. löggjafarþing 168. mál: vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga (markaðssetning o.fl., EES-reglur).
Lög nr. 27 4. apríl 2014.

Lög um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi og lögum um miðlun vátrygginga (markaðssetning, stjórnarhættir og eftirlit).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Orðin „og 2. málsl. 2. mgr.“ í 3. mgr. falla brott.
 2. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
 3.      Frumtryggingafélag, sem hyggst endurtryggja áhættu sína hjá endurtryggingafélagi frá þriðja ríki þar sem skilyrði 2. málsl. 2. mgr. eru ekki uppfyllt, getur sótt um undanþágu til Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið veitir undanþágu frá banni skv. 2. málsl. 2. mgr. telji það að endurtryggingarvernd frumtryggingafélagsins sé ekki stefnt í hættu.


2. gr.

     Við 6. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar sem orðast svo:
     Vátryggingafélögum ber að fylgja viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Í því skyni skal vátryggingafélag m.a. birta árlega yfirlýsingu um stjórnarhætti félagsins í sérstökum kafla í ársreikningi eða ársskýrslu og gera grein fyrir stjórnarháttum sínum á vefsíðu fyrirtækisins og birta þar yfirlýsingu um stjórnarhætti sína.
     Vátryggingafélag skal tilgreina á vefsíðu nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga 5% eða stærri hlut í félaginu.
     Fjármálaeftirlitið setur reglur um hvað teljast góðir viðskiptahættir og venjur í vátryggingaviðskiptum.

3. gr.

     Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, 6. gr. a, sem orðast svo:
     Öll kynning og markaðssetning vátryggingafélags hér á landi skal vera óheimil öðrum en þeim sem hafa leyfi til að stunda vátryggingastarfsemi hér á landi.
     Einungis vátryggingafélögum sem hafa starfsleyfi hér á landi er heimilt að selja lögbundnar tryggingar.

4. gr.

     Við 1. mgr. 9. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir sem verða 19. og 27. tölul. og orðast svo:
 1. Lykilstarfsmaður: Einstaklingur í stjórnunarstarfi, annar en framkvæmdastjóri, sem hefur umboð til að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á framtíðarþróun og afkomu félagsins.
 2. Útvistun: Fyrirkomulag sem komið er á milli vátryggingafélags annars vegar og þjónustuaðila hins vegar þar sem þjónustuaðilinn framkvæmir verkefni, veitir þjónustu eða stundar tiltekna starfsemi sem annars yrði sinnt af vátryggingafélaginu sjálfu.


5. gr.

     2. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
     Fjármálaeftirlitið getur ákveðið að starfsemi sem fellur undir 5. tölul. 1. mgr. skuli rekin af sjálfstæðu félagi. Starfsemi skv. 6. tölul. 1. mgr. er háð leyfi Fjármálaeftirlitsins.

6. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „3. mgr. 54. gr.“ í 3. mgr. 18. gr. laganna kemur: 6. mgr. 54. gr.

7. gr.

     Á eftir 28. gr. laganna kemur ný grein, 28. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Útvistun.
     Vátryggingafélagi er heimilt að útvista verkefnum sínum. Vátryggingafélag skal tryggja að þjónustuaðili hafi hæfni, getu og öll leyfi, sem krafist er samkvæmt lögum, til að inna af hendi útvistuð verkefni af áreiðanleika og fagmennsku. Ábyrgð vátryggingafélags gagnvart viðskiptavinum sínum helst óbreytt þótt það feli öðrum hluta af verkefnum sínum. Útvisti vátryggingafélag verkefnum sínum skal það senda Fjármálaeftirlitinu tilkynningu þess efnis eins fljótt og auðið er og ekki síðar en innan eins mánaðar.

8. gr.

     Á eftir orðinu „varastjórn“ í 6. tölul. 3. mgr. 30. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

9. gr.

     Á eftir 4. mgr. 32. gr. laganna kemur ný málsgrein sem orðast svo:
     Fjárhæðir skv. 2. mgr. 1. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. 2. tölul. 1. mgr. skulu taka breytingum 31. desember ár hvert í samræmi við breytingar frá 20. mars ár hvert á samræmdri vísitölu neysluverðs í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins frá gildinu 111,2 í september 2002. Fjárhæðir skulu þó ekki breytast nemi hækkunin frá síðustu breytingu lægra hlutfalli en 5%.

10. gr.

     Við 1. málsl. 4. mgr. 34. gr. laganna bætist: í september 2002.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
 2. Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: svo og þeim kröfum sem ganga á undan henni, sbr. 11. mgr. 94. gr.


12. gr.

     Við 2. mgr. 41. gr. laganna bætist nýr töluliður sem orðast svo: Önnur þau atriði sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynleg og birtir opinberlega upplýsingar um.

13. gr.

     Í stað orðsins „daga“ í 4. málsl. 1. mgr. 42. gr. laganna kemur: starfsdaga.

14. gr.

     Við 44. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Aðili sem fer með virkan eignarhlut skal á hverjum tíma teljast hæfur til að fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi. Verði breytingar á upplýsingum skv. 2. mgr. 41. gr., sem geta haft áhrif á mat Fjármálaeftirlitsins skv. 43. gr., er Fjármálaeftirlitinu heimilt að taka til endurskoðunar hæfi aðila til að fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi.

15. gr.

     Í stað orðanna „þessari grein“ í 1. málsl. 1. mgr. 50. gr. laganna kemur: þessum kafla.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Varamenn í stjórn vátryggingafélags skulu vera tveir hið minnsta.
 2. Á eftir 1. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar sem orðast svo:
 3.      Stjórn vátryggingafélags skal ekki taka þátt í ákvörðunum um einstök viðskipti nema umfang þeirra sé verulegt miðað við stærð félagsins. Einstakir stjórnarmenn skulu ekki hafa afskipti af ákvörðunum um einstök viðskipti.
       Stjórnarmenn vátryggingafélags skulu ekki taka þátt í meðferð máls ef mál varðar:
  1. viðskipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá, eru fyrirsvarsmenn fyrir eða eiga að öðru leyti verulegra hagsmuna að gæta í, eða
  2. viðskipti samkeppnisaðila þeirra aðila sem ræðir um í 1. tölul.
  Hið sama skal gilda um viðskipti aðila sem eru tengdir stjórnarmönnum persónulega eða fjárhagslega.
       Viðskiptaerindi stjórnarmanna, sem og fyrirtækja sem þeir eru í fyrirsvari fyrir, skulu lögð fyrir stjórn vátryggingafélags, eða stjórnarformann félags, til samþykktar eða synjunar. Stjórn vátryggingafélags er þó heimilt að setja almennar reglur um afgreiðslu slíkra mála þar sem fyrir fram er ákveðið hvaða viðskiptaerindi þurfi, og þurfi ekki, sérstaka umfjöllun stjórnar áður en til afgreiðslu þeirra kemur, sbr. 5. mgr.
 4. 5. og 6. mgr. orðast svo:
 5.      Stjórnarmenn vátryggingafélags mega ekki eiga sæti í stjórn annars eftirlitsskylds aðila eða félags í nánum tengslum við það né vera starfsmenn, endurskoðendur eða tryggingastærðfræðingar annars eftirlitsskylds aðila eða tengdra félaga. Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega einungis sinna þeim lögmannsstörfum fyrir annað vátryggingafélag sem ekki geta valdið hættu á hagsmunaárekstrum á milli félaganna tveggja eða á vátryggingamarkaði. Hyggist stjórnarmaður taka að sér lögmannsstörf fyrir annað vátryggingafélag skal hann fá skriflegt samþykki stjórnar vátryggingafélagsins sem hann er stjórnarmaður í fyrir því að hann megi taka að sér umrætt starf, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um starfið sem hann hyggst taka að sér og upplýsa Fjármálaeftirlitið um eðli starfsins og umfang þess. Stjórnarmaður ber sönnunarbyrði um að lögmannsstarf sem hann tekur að sér fyrir annað vátryggingafélag brjóti ekki gegn ákvæði þessu. Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá stjórnarmanni í því skyni að meta hvort brotið hafi verið gegn ákvæðinu. Starfsmönnum vátryggingafélags er ekki heimilt að sitja í stjórn viðkomandi vátryggingafélags.
       Þrátt fyrir ákvæði 8. mgr. getur stjórnarmaður eða starfsmaður vátryggingafélags tekið sæti í stjórn annars vátryggingafélags eða fjármálafyrirtækis eða fjármálasamsteypu ef um er að ræða félag sem er að hluta eða öllu leyti í eigu vátryggingafélagsins eða félag sem er að hluta eða öllu leyti í eigu félags með yfirráð í vátryggingafélaginu. Stjórnarseta samkvæmt þessari grein skal háð því að hún skapi ekki hættu á hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaði að mati Fjármálaeftirlitsins. Í þessu sambandi skal m.a. horft til eignarhalds aðila og tengsla félagsins sem um ræðir við aðra aðila á fjármálamarkaði, svo og hvort tengslin geti skaðað heilbrigðan og traustan rekstur vátryggingafélagsins. Meiri hluti stjórnarmanna skal þó ávallt vera óháður félögum innan sömu félagasamstæðu.
 6. 12. mgr. orðast svo:
 7.      Stjórn og framkvæmdastjóri skulu án tafar gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um málefni sem geta haft verulega þýðingu fyrir áframhaldandi starfsemi félagsins.
 8. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
 9.      Ákvæði þetta á einnig við um stjórnarmenn í eignarhaldsfélagi á sviði vátrygginga.


17. gr.

     Á eftir 96. gr. laganna kemur ný grein, 96. gr. a, sem orðast svo:
     Verði vátryggingafélag tekið til gjaldþrotaskipta án þess að hafa verið svipt starfsleyfi skal meðferð þess fara eftir ákvæðum 91.–96. gr.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 97. gr. laganna:
 1. Á eftir 20. tölul. kemur nýr töluliður sem orðast svo: 2.–4. mgr. 54. gr. um viðskipti stjórnarmanna eða tengdra aðila við vátryggingafélagið.
 2. Í stað tilvísunarinnar „3.–5. mgr. 54. gr.“ í 21. tölul. kemur: 6.–8. mgr. 54. gr.
 3. Í stað tilvísunarinnar „6. mgr. 54. gr.“ í 22. tölul. kemur: 9. mgr. 54. gr.
 4. Í stað tilvísunarinnar „7. mgr. 54. gr.“ í 23. tölul. kemur: 10. mgr. 54. gr.
 5. Í stað tilvísunarinnar „9. mgr. 54. gr.“ í 24. tölul. kemur: 12. mgr. 54. gr.
 6. Í stað tilvísunarinnar „10. mgr. 54. gr.“ í 25. tölul. kemur: 13. mgr. 54. gr.
 7. Í stað tilvísunarinnar „11. mgr. 54. gr.“ í 26. tölul. kemur: 14. mgr. 54. gr.
 8. Í stað tilvísunarinnar „12. mgr. 54. gr.“ í 27. tölul. kemur: 15. mgr. 54. gr.


19. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „5. mgr. 54. gr.“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: 8. mgr. 54. gr.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 32/2005, um miðlun vátrygginga.

20. gr.

     Við 8. gr. laganna bætist nýr töluliður, 4. tölul., sem orðast svo: Upplýsingar um fyrirhugað starfsskipulag þar sem m.a. skal greina frá hvernig fyrirhugaðri starfsemi verður sinnt, starfsstöð, fyrirhuguðum fjölda starfsmanna, innra eftirliti og áhættustýringu.

21. gr.

     Á eftir 28. gr. laganna kemur ný grein, 28. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Kvartanir.
     Vátryggingamiðlari skal, í samskiptum sínum við viðskiptavini, tryggja að fyrirspurnir, kvartanir og önnur sambærileg erindi fái skjóta, skilvirka og sanngjarna afgreiðslu.

22. gr.

     Við 61. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Verði vátryggingamiðlari, sem fengið hefur starfsleyfi í öðru aðildarríki, beittur viðurlögum skv. 62. gr. eða 62. gr. d, eða öðrum viðurlögum samkvæmt íslenskum lögum, skal Fjármálaeftirlitið tilkynna lögbærum eftirlitsaðila heimaríkis vátryggingamiðlarans ef slíkt brot gæti leitt til starfsleyfissviptingar.

23. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. mars 2014.