Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 402, 144. löggjafarþing 240. mál: leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána (frádráttarliðir).
Lög nr. 102 29. október 2014.

Lög um breytingu á lögum um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, nr. 35/2014 (frádráttarliðir).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  2.      Þá skal önnur almenn lækkun eða niðurfelling fasteignaveðkrafna sem lögaðilar skv. 1. mgr. 2. gr. framkvæmdu frá og með 1. janúar 2008 og var sambærileg þeim úrræðum sem getur í b- og c-lið 1. mgr. og ekki telst til tekna samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XXXVII í lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, dregin frá þeirri fjárhæð sem ákvarðast skv. 7. gr.
  3. Í stað orðanna „skv. 1. mgr.“ í 2. mgr. kemur: skv. 1. og 2. mgr.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. október 2014.