Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 749, 144. löggjafarþing 12. mál: hlutafélög o.fl. (samþykktir).
Lög nr. 132 22. desember 2014.

Lög um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga (samþykktir o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 1. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Í hvaða sveitarfélagi hér á landi hlutafélag telst hafa heimilisfang við stofnun þess; breytingar á heimilisfangi milli sveitarfélaga skulu ákveðnar á hluthafafundi.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
 1. 2. tölul. fellur brott.
 2. 13. tölul. fellur brott.


3. gr.

     Í stað 2. málsl. 3. mgr. 55. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Félagi sem hefur fengið hluti sína tekna til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) er þó ekki heimilt að kaupa eigin hluti á hærra verði en nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra. Slík kaup eru þó heimil ef þau eru gerð af viðskiptavaka skv. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1. tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2. mgr. 119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og reglugerða sem settar eru á grundvelli 118. og 131. gr. sömu laga.

4. gr.

     5. málsl. 1. mgr. 63. gr. laganna orðast svo: Í skýrslu stjórnar í ársreikningi skal sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna í stjórn.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 148. gr. laganna:
 1. Í stað „1.–3., 5. og 9.–13. tölul.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 1., 3., 5. og 9.–12. tölul.
 2. Á eftir 1. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Í hvaða sveitarfélagi hlutafélag telst hafa heimilisfang.
 3. 2. mgr. orðast svo:
 4.      Tilkynning skal undirrituð af öllum stjórnarmönnum félags.
 5. Í stað orðanna „Sönnur fyrir því“ í 3. tölul. 3. mgr. kemur: Skrifleg yfirlýsing um.


II. KAFLI
Breyting á lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum.

6. gr.

     Við 1. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: í hvaða sveitarfélagi hér á landi einkahlutafélag telst hafa heimilisfang við stofnun þess; breytingar á heimilisfangi milli sveitarfélaga skulu ákveðnar á hluthafafundi.

7. gr.

     2. tölul. 2. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.

8. gr.

     22. gr. laganna fellur brott.

9. gr.

     6. málsl. 1. mgr. 39. gr. laganna orðast svo: Í skýrslu stjórnar í ársreikningi skal sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna í stjórn.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 122. gr. laganna:
 1. 1. tölul. 1. mgr. orðast svo: ákvæði samþykkta félagsins um það efni er greinir í 1., 3., 5. og 9. tölul. 2. mgr. og 1.–3. tölul. 3. mgr. 7. gr.
 2. Á eftir 1. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: í hvaða sveitarfélagi einkahlutafélag telst hafa heimilisfang.
 3. 4. tölul. 1. mgr. fellur brott.
 4. 2. mgr. orðast svo:
 5.      Tilkynning skal undirrituð af öllum stjórnarmönnum félags.
 6. Í stað orðanna „sönnur fyrir því“ í 3. tölul. 3. mgr. kemur: skrifleg yfirlýsing um.


III. KAFLI
Breyting á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum.

11. gr.

     Við 65. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Í skýrslu stjórnar opinberra hlutafélaga og hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnufélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal upplýsa um hlutföll kynjanna í stjórn.

12. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 11. gr. gildir um ársreikninga og samstæðureikninga fyrir hvert það reikningsár sem hefst 1. janúar 2014 eða síðar.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 2014.