Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1528, 144. löggjafarþing 690. mál: efnalög (EES-reglur og eftirlit o.fl.).
Lög nr. 63 9. júlí 2015.

Lög um breytingu á efnalögum, nr. 61/2013 (gufugleypibúnaður, gæði eldsneytis, færsla eftirlits o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „og efnablöndum“ í 1. málsl. kemur: efnablöndum og hlutum sem innihalda efni.
 2. Í stað orðanna „og efnablöndur“ í 1. málsl. kemur: efnablöndur og hluti sem innihalda efni.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Plöntuvarnarefni“ í 27. tölul. kemur: Plöntuverndarvara.
 2. 34. tölul. orðast svo: Sæfivara:
  1. Sérhvert efni eða blanda, í því formi sem efnið eða blandan er afhent notendum, sem samanstendur af, inniheldur eða myndar eitt eða fleiri virk efni og er ætlað að eyða skaðlegum lífverum, bægja þeim frá, gera þær skaðlausar, koma í veg fyrir áhrif þeirra eða verjast þeim með öðrum hætti en eingöngu efnislegum eða vélrænum aðferðum.
  2. Sérhvert efni eða blanda sem myndast úr efnum eða blöndum sem falla ekki undir a-lið og er ætlað að eyða skaðlegum lífverum, bægja þeim frá, gera þær skaðlausar, koma í veg fyrir áhrif þeirra eða verjast þeim með öðrum hætti en eingöngu efnislegum eða vélrænum aðferðum.
 3. Í stað orðanna „sæfiefni og plöntuvarnarefni“ í 38. tölul. kemur: sæfivörur og plöntuverndarvörur.
 4. Við bætast eftirfarandi orðskýringar í réttri stafrófsröð, svohljóðandi:
  1. Ábyrgðaraðili snyrtivöru: Framleiðandi, innflytjandi eða umboðsaðili framleiðanda eða innflytjanda með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu sem setur snyrtivörur á markað í fyrsta sinn eða dreifingaraðili sem markaðssetur snyrtivöru undir sínu nafni eða vörumerki eða breytir vöru, sem þegar er á markaði, á þann hátt að áhrif getur haft á það hvort varan uppfylli kröfur.
  2. Leyfisskyld vara: Vara sem er leyfisskyld á Evrópska efnahagssvæðinu. Enn fremur vara sem búið er að takmarka, banna eða þarf að tilkynna með skráningu í viðeigandi gagnagrunn Evrópusambandsins.
  3. Raf- og rafeindabúnaður: Búnaður sem er háður rafstraumi eða rafsegulsviði til að geta starfað á réttan hátt og búnaður til að framleiða, flytja og mæla slíkan rafstraum og rafsegulsvið og er hannaður til notkunar við rafspennu sem fer ekki yfir 1.000 volt þegar um er að ræða riðstraum og ekki yfir 1.500 volt þegar um er að ræða jafnstraum.
  4. Útrýmingarefni: Sæfivörur sem falla undir eftirfarandi vöruflokka: Nagdýraeitur, fuglasæfa, lindýraeitur, ormaeitur og vörur til að verjast öðrum hryggleysingjum, fiskisæfa, skordýraeitur, mítlasæfa og vörur til að verjast öðrum liðdýrum, fæliefni og löðunarefni og vörn gegn öðrum hryggdýrum.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „og efnablöndum“ í 1. tölul. kemur: efnablöndum og hlutum sem innihalda efni.
 2. Orðið „framleiðslu“ í 2. tölul. fellur brott.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Orðið „notkun“ í 2. tölul. fellur brott.
 2. Á eftir orðunum „merkingum efna“ í 2. tölul. kemur: og efnablandna.


5. gr.

     2. tölul. 8. gr. laganna orðast svo: hafna tollafgreiðslu efna og efnablandna sem uppfylla ekki skilyrði laga þessara, að fengnum tilmælum frá Umhverfisstofnun, sbr. 2. mgr. 20. gr.

6. gr.

     Á eftir 10. gr. laganna kemur ný grein, 10. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Hlutverk Mannvirkjastofnunar.
     Hlutverk Mannvirkjastofnunar er að:
 1. hafa eftirlit með markaðssetningu raf- og rafeindabúnaðar, sbr. 47. gr. a,
 2. hafa eftirlit með að framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðilar raf- og rafeindabúnaðar uppfylli skyldur sínar, sbr. 47. gr. b,
 3. hafa eftirlit með að ESB-samræmisyfirlýsing og CE-merki sé til staðar, sbr. 47. gr. c,
 4. hafa eftirlit og beita þvingunarúrræðum, sbr. 47. gr. d.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „og 23. gr.“ í b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 23., 35. og 36. gr.
 2. Orðin „og ákvæði um ramma fyrir varnarefni“ í c-lið 3. tölul. 1. mgr. falla brott.
 3. Á eftir orðunum „virkni þess“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: og skyldur þeirra til að varðveita upplýsingar um efnið.
 4. Í stað orðanna „upplýsingaskrá“ í b-lið og „upplýsingaskrár“ í i-lið 7. tölul. 1. mgr. kemur: vöruupplýsingaskjal; og: vöruupplýsingaskjals.
 5. Við f-lið 7. tölul. 1. mgr. bætist: með skráningu snyrtivöru í gagnagrunn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
 6. Við 8. tölul. 1. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: undanþágur frá banni við framleiðslu og markaðssetningu og skilyrði undanþágu, svo og um búnað, merkingar, neyðarnotkun, innflutning á endurunnum efnum og förgun.
 7. 9. tölul. 1. mgr. orðast svo: Raf- og rafeindabúnað, sbr. X. kafla A, þ.m.t. um:
  1. takmörkun efna í raf- og rafeindabúnaði, sbr. 47. gr. a,
  2. skyldur framleiðenda, innflytjenda og dreifingaraðila raf- og rafeindabúnaðar, sbr. 47. gr. b,
  3. ESB-samræmisyfirlýsingu og CE-merki, sbr. 47. gr. c.
 8. Við 10. tölul. 1. mgr. bætast þrír nýir stafliðir, svohljóðandi:
  1. takmörkun á markaðssetningu vöru og búnaðar sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir,
  2. leyfilegt magn flúoraðra gróðurhúsalofttegunda sem setja má á markað,
  3. úthlutun kvóta til markaðssetningar flúoraðra gróðurhúsalofttegunda.
 9. 13. tölul. 1. mgr. orðast svo: Eldsneyti, sbr. X. kafla B, þ.m.t. um:
  1. virkni kerfa til endurheimtar bensíngufu, sbr. 47. gr. f,
  2. reglubundnar skoðanir á virkni kerfa til endurheimtar bensíngufu, sbr. 47. gr. g,
  3. upplýsingar til neytenda, sbr. 47. gr. h,
  4. brennisteinsinnihald í eldsneyti, sbr. 47. gr. i,
  5. skyldur skipstjóra og skipaeldsneytisbirgja, sbr. 47. gr. j,
  6. upplýsingar um brennisteinsinnihald, sbr. 47. gr. k,
  7. gæði eldsneytis, sbr. 47. gr. l,
  8. skyldur eldsneytisbirgja, sbr. 47. gr. m,
  9. viðmiðanir um sjálfbærni fyrir lífeldsneyti, sbr. 47. gr. n,
  10. útreikning á losun gróðurhúsalofttegunda frá lífeldsneyti á vistferli, sbr. 47. gr. o,
  11. málmíblöndunarefni, sbr. 47. gr. p.
 10. 15. tölul. 1. mgr. orðast svo: Notendaleyfi, sbr. 47. gr., þ.m.t. um skilyrði og útgáfu, námsefni um meðferð varnarefna sem skal m.a. fjalla um helstu lög og reglugerðir, plöntuverndarvörur, útrýmingarefni, vinnuvernd, meindýr, meindýravarnir og dýravernd, próf og kröfur til þeirra sem halda námskeið og próf.
 11. 18. tölul. 1. mgr. orðast svo: Tilkynningu um markaðssetningu eiturefna og leyfisskyldra efna eða efnablandna, heimild tollstjóra til að hafna tollafgreiðslu og lista yfir eiturefni og leyfisskyld efni og efnablöndur samkvæmt tollflokkum, sbr. 20. gr.
 12. 21. tölul. 1. mgr. fellur brott.


8. gr.

     Í stað orðanna „og efnablandna“ í 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: efnablandna og hluta sem innihalda efni.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. 4. mgr. orðast svo:
 2.      Ábyrgðaraðili snyrtivöru skal varðveita vöruupplýsingaskjal um snyrtivöru í a.m.k. tíu ár frá þeim degi þegar síðasta framleiðslulota vörunnar er sett á markað.
 3. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Framleiðendur, birgjar, dreifingaraðilar, innflytjendur og útflytjendur plöntuverndarvara skulu halda skrár yfir plöntuverndarvörurnar sem þeir framleiða, flytja inn, flytja út, geyma eða setja á markað, í a.m.k. fimm ár. Þeir sem nota útrýmingarefni eða plöntuverndarvörur í atvinnuskyni skulu halda skrár í a.m.k. þrjú ár yfir þær vörur sem þeir nota þar sem fram kemur heiti vöru, notkunartími og -skammtur, svæði og, þegar um er að ræða plöntuverndarvöru, nytjaplanta sem varan var notuð á.
 5. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Skylda til að afla og varðveita upplýsingar.


10. gr.

     Á eftir orðunum „hættulegra efna“ í 18. gr. laganna kemur: á landi.

11. gr.

     20. gr. laganna orðast svo:
     Sá sem markaðssetur eiturefni og leyfisskyld efni eða efnablöndur skal tilkynna Umhverfisstofnun um hvaða efni og efnablöndur ræðir og gefur Umhverfisstofnun út skráningarnúmer fyrir tollafgreiðslu eiturefna og leyfisskyldra efna og efnablandna. Í upphafi hvers árs skal sá sem markaðssetur eiturefni og leyfisskyld efni eða efnablöndur gera Umhverfisstofnun grein fyrir magni þeirra á þar til gerðum eyðublöðum fyrir undangengið ár.
     Tollstjóra er heimilt að hafna tollafgreiðslu efna og efnablandna sem uppfylla ekki skilyrði laga þessara, að fengnum tilmælum frá Umhverfisstofnun.
     Ráðherra skal setja í reglugerð, sbr. 11. gr., nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.

12. gr.

     3.–5. mgr. 23. gr. laganna falla brott.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „eiturefni og“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: tiltekin.
 2. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Þeir sem markaðssetja eiturefni og tiltekin varnarefni skulu halda skrá yfir sölu þeirra og skal móttakandi eiturefna sýna skilríki og kvitta fyrir móttöku.
 3. 5. málsl. 1. mgr. orðast svo: Upplýsingar um kaupanda, gögn um magn og tegund eiturefna, útrýmingarefna og plöntuverndarvara sem sett eru á markað skulu afhentar Umhverfisstofnun á því formi sem stofnunin tilgreinir.
 4. Í stað orðanna „eiturefnis“ og „efnisins“ í 6. málsl. 1. mgr. kemur: eiturefna og tiltekinna varnarefna; og: efnanna.
 5. Á eftir orðunum „Sá sem markaðssetur eiturefni og“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: tiltekin.


14. gr.

     Við 32. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 3. mgr. og orðast svo:
     Óheimilt er að markaðssetja efni og efnablöndur sem ekki uppfylla skilyrði 1. og 2. mgr.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
 1. 5. málsl. 1. mgr. fellur brott.
 2. Orðin „ákvæði um ramma fyrir varnarefni“ í 6. málsl. 1. mgr. falla brott.


16. gr.

     Við 1. málsl. 36. gr. laganna bætist: ef varan er sambærileg og vara sem þegar hefur fengið markaðsleyfi hér á landi.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 40. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Einungis er heimilt að setja snyrtivöru á markað hafi lögaðili eða einstaklingur á Evrópska efnahagssvæðinu verið tilnefndur sem ábyrgðaraðili fyrir vörunni. Ábyrgðaraðili skal sjá til þess að viðeigandi skyldur séu uppfylltar fyrir hverja snyrtivöru sem sett er á markað. Þegar um er að ræða fyrstu markaðssetningu á Evrópska efnahagssvæðinu skal ábyrgðaraðili snyrtivöru tilkynna um markaðssetningu snyrtivöru með skráningu í gagnagrunn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eins og nánar er kveðið á um í reglugerð, sbr. 11. gr.
 3. 3. mgr. orðast svo:
 4.      Ábyrgðaraðili snyrtivöru skal útbúa og varðveita sérstakt vöruupplýsingaskjal um hverja snyrtivöru sem sett er á markað.
 5. 5. mgr. fellur brott.
 6. Í stað orðsins „háð“ í 6. mgr. kemur: leyfileg með ákveðnum.
 7. Við 6. mgr. bætist: öryggismat, öryggisskýrslu og vöruupplýsingaskjal.


18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „og að lekaleit sé framkvæmd af vottuðum aðilum“ í 2. málsl. kemur: að lekaleit sé framkvæmd af vottuðum aðilum.
 2. Við 2. málsl. bætist: sbr. 43. gr., og að tiltekinn búnaður hafi lekaleitarkerfi.
 3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Ráðherra setur í reglugerð, sbr. 11. gr., nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
 5. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Varðveisla flúoraðra gróðurhúsalofttegunda.


19. gr.

     Í stað orðanna „og gildir í sex ár“ í 3. mgr. 43. gr. laganna kemur: eða verið tilnefndur sem slíkur af ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.

20. gr.

     Í stað orðanna „innihaldslýsingu og varnaðarorðum“ í 44. gr. laganna kemur: þeirra, upplýsingum um magn flúoraðra gróðurhúsalofttegunda í kg og í CO 2-jafngildum og öðrum upplýsingum sem sýna fram á að innihaldið sé flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.

21. gr.

     Á eftir 44. gr. laganna koma þrjár nýjar greinar, 44. gr. a – 44. gr. c, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (44. gr. a.)
Framleiðsla vöru og búnaðar.
     Framleiðendur vöru og búnaðar sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir skulu lágmarka leka þessara lofttegunda við framleiðslu, flutning og geymslu vörunnar og búnaðarins.
     
     b. (44. gr. b.)
Markaðssetning.
     Óheimilt er að markaðssetja vörur og búnað sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eftir því sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 11. gr. Jafnframt er notkun tiltekinna flúoraðra gróðurhúsalofttegunda háð takmörkunum eftir því sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 11. gr.
     
     c. (44. gr. c.)
Magn flúoraðra gróðurhúsalofttegunda á markaði.
     Magn flúoraðra gróðurhúsalofttegunda á markaði er háð takmörkun. Ráðherra setur í reglugerð, sbr. 11. gr., ákvæði um leyfilegt magn flúoraðra gróðurhúsalofttegunda sem framleiðendur og innflytjendur mega setja á markað ár hvert. Í reglugerðinni skal kveðið á um úthlutun á kvótum til markaðssetningar flúoraðra gróðurhúsalofttegunda. Framleiðendur, innflytjendur og útflytjendur flúoraðra gróðurhúsalofttegunda skulu halda skrá yfir magn og gerð flúoraðra gróðurhúsalofttegunda sem sett eru á markað eða flutt út. Ráðherra setur í reglugerð, sbr. 11. gr., nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Til að kaupa og nota varnarefni, sem einungis eru ætluð til notkunar í atvinnuskyni, skulu einstaklingar vera handhafar að viðeigandi notendaleyfi frá Umhverfisstofnun. Ráðherra setur í reglugerð, sbr. 11. gr., nánari ákvæði um kaup og viðtöku varnarefna.
 3. Orðið „tiltekin“ í 2. mgr. fellur brott.


23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 47. gr. laganna:
 1. Orðið „tiltekin“ í 1. málsl. 1. mgr. fellur brott.
 2. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Þeir sem nota útrýmingarefni til eyðingar meindýra skulu hafa notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum og þeir sem nota plöntuverndarvörur í landbúnaði og garðyrkju skulu hafa notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum.
 3. Í stað orðsins „hafi“ í 1. málsl. a-liðar 2. mgr. kemur: skal vera 18 ára eða eldri og hafa.
 4. Í stað orðanna „varnarefna, þ.e. plöntuvarnarefna og sæfiefna“ í 1. málsl. a-liðar 2. mgr. kemur: plöntuverndarvara og útrýmingarefna.
 5. Í stað orðsins „efna“ í b-lið 2. mgr. kemur: vara.
 6. 5. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 7. Í stað orðanna „þeirra efna“ í 4. mgr. kemur: á þeim vörum.
 8. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Notendaleyfi vegna útrýmingarefna og plöntuverndarvara.


24. gr.

     Á eftir 47. gr. laganna koma tveir nýir kaflar, X. kafli A, Raf- og rafeindabúnaður, með fjórum nýjum greinum, 47. gr. a – 47. gr. d, ásamt fyrirsögnum, og X. kafli B, Eldsneyti, með 12 nýjum greinum, 47. gr. e – 47. gr. p, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (47. gr. a.)
Markaðssetning.
     Óheimilt er að setja á markað raf- og rafeindabúnað, þ.m.t. kapla og varahluti til viðgerða á búnaðinum, endurnotkunar, uppfærslu á virkni hans eða endurbóta á afköstum hans, sem inniheldur tiltekin efni sem ráðherra tilgreinir í reglugerð, sbr. 11. og 26. gr., og skal styrkur tiltekinna efna ekki vera hærri en hámarksstyrkur miðað við þyngd einsleitra hluta, eins og hann er tilgreindur í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 11. og 26. gr.
     
     b. (47. gr. b.)
Framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðilar raf- og rafeindabúnaðar.
     Framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðilar raf- og rafeindabúnaðar skulu:
 1. tryggja að þegar raf- og rafeindabúnaður er settur á markað, þá hafi hann verið hannaður og framleiddur í samræmi við kröfurnar sem settar eru fram í lögum þessum og reglugerð, sbr. 11. gr.,
 2. útbúa tilskilin tæknigögn og framkvæma, eða láta framkvæma, innra framleiðslueftirlit,
 3. útbúa ESB-samræmisyfirlýsingu og festa CE-merkið á fullunna vöruna,
 4. varðveita tæknigögnin og ESB-samræmisyfirlýsinguna í tíu ár eftir að raf- og rafeindabúnaðurinn hefur verið settur á markað,
 5. tryggja að aðferðir séu til staðar til að samræmi haldist í raðframleiðslu,
 6. halda skrá yfir raf- og rafeindabúnað sem stenst ekki kröfur og yfir innköllun vöru,
 7. merkja raf- og rafeindabúnaðinn eða láta viðeigandi upplýsingar fylgja honum,
 8. ef þörf er á taka búnaðinn af markaði, innkalla hann eða bæta úr ágöllum,
 9. afhenda lögbæru stjórnvaldi upplýsingar um búnaðinn ef eftir því er kallað.

     Ráðherra skal setja í reglugerð, sbr. 11. gr., nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
     
     c. (47. gr. c.)
Samræmisyfirlýsing og CE-merkið.
     Í ESB-samræmisyfirlýsingu skal lýsa yfir að sýnt hafi verið fram á að kröfurnar sem tilgreindar eru í lögum þessum og reglugerð, sbr. 11. gr., hafi verið uppfylltar. Með samningu ESB-samræmisyfirlýsingar lýsir framleiðandinn yfir að raf- og rafeindabúnaðurinn sé í samræmi við lög þessi og reglugerð, sbr. 11. gr.
     Festa skal CE-merkið á fullunninn raf- og rafeindabúnað eða merkiplötu búnaðarins þannig að það sé sýnilegt, læsilegt og óafmáanlegt. Ef því verður ekki komið við eða það er ástæðulaust vegna eðlis raf- og rafeindabúnaðarins skal festa merkið á umbúðir búnaðarins eða fylgiskjöl hans. CE-merkið skal fest á áður en raf- og rafeindabúnaðurinn er settur á markað.
     
     d. (47. gr. d.)
Eftirlit og þvingunarúrræði.
     Mannvirkjastofnun fer með eftirlit með framkvæmd þessa kafla.
     Um framkvæmd eftirlits og þvingunarúrræði fer samkvæmt lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem tengist orkunotkun.
     
     e. (47. gr. e.)
Bensínstöðvar.
     Allar nýjar bensínstöðvar skulu vera útbúnar kerfi til endurheimtar bensíngufu ef:
 1. raunverulegt eða áætlað gegnumstreymi er meira en 500 m3 á ári eða
 2. raunverulegt eða áætlað gegnumstreymi er meira en 100 m3 á ári og þær eru staðsettar undir varanlegum vistarverum eða vinnusvæði.

     Allar bensínstöðvar sem fyrir eru og gangast undir meiri háttar endurnýjun skulu vera útbúnar kerfi til endurheimtar bensíngufu við endurnýjun ef:
 1. raunverulegt eða áætlað gegnumstreymi er meira en 500 m3 á ári eða
 2. raunverulegt eða áætlað gegnumstreymi er meira en 100 m3 á ári og þær eru staðsettar undir varanlegum vistarverum eða vinnusvæði.

     Allar bensínstöðvar sem fyrir eru og með gegnumstreymi sem er meira en 3.000 m 3 á ári skulu vera útbúnar kerfi til endurheimtar bensíngufu eigi síðar en 31. desember 2018.
     Ákvæði 1., 2. og 3. mgr. gilda ekki um bensínstöðvar sem eru eingöngu notaðar í tengslum við smíði og afhendingu nýrra vélknúinna ökutækja.
     
     f. (47. gr. f.)
Lágmarksendurheimt bensíngufu.
     Virkni kerfa til endurheimtar bensíngufu skal vera fyrir bensíngufu a.m.k. 85%, eins og það er vottað af framleiðanda í samræmi við viðeigandi evrópska tæknistaðla, gerðarviðurkenningaraðferðir eða íslenska staðla.
     Hlutfallið á milli gufu og bensíns skal vera a.m.k. 0,95 en að hámarki 1,05 þegar endurheimta bensíngufan er flutt frá geymslutanki á bensínstöðinni.
     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
     
     g. (47. gr. g.)
Reglubundnar skoðanir.
     Rekstraraðilar bensínstöðva skulu láta faggiltan skoðunaraðila prófa virkni kerfa til endurheimtar bensíngufu a.m.k. einu sinni á ári.
     Rekstraraðilar bensínstöðva, þar sem sjálfvirkt vöktunarkerfi hefur verið sett upp, skulu láta faggiltan skoðunaraðila prófa virkni kerfa til endurheimtar bensíngufu a.m.k. á þriggja ára fresti.
     Rekstraraðilar bensínstöðva skulu láta Umhverfisstofnun í té upplýsingar um niðurstöður faggilta skoðunaraðilans um leið og þær liggja fyrir.
     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
     
     h. (47. gr. h.)
Upplýsingar til neytenda.
     Rekstraraðilar bensínstöðva, þar sem sett hafa verið upp kerfi til endurheimtar bensíngufu, skulu tryggja að upplýsingar um tilvist búnaðarins séu sýnilegar neytandanum.
     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
     
     i. (47. gr. i.)
Brennisteinsinnihald í eldsneyti.
     Brennisteinsinnihald í eldsneyti, bæði sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands, skal fylgja þeim takmörkunum sem ráðherra setur í reglugerð, sbr. 11. gr.
     
     j. (47. gr. j.)
Skipstjórar og skipaeldsneytisbirgjar.
     Skipstjóri ber ábyrgð á að dagbók skips sé rétt útfyllt þar sem fram kemur m.a. hvers konar eldsneyti er notað.
     Skipaeldsneytisbirgjar skulu skrá brennisteinsinnihald í öllu skipaeldsneyti sem þeir setja á markað á afhendingarseðil sem innsiglað sýni fylgir og kaupandi hefur skrifað undir. Þá skulu skipaeldsneytisbirgjar upplýsa Umhverfisstofnun um niðurstöður mælinga viðurkenndra rannsóknastofa um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti.
     Umhverfisstofnun skal halda skrá yfir skipaeldsneytisbirgja á landinu og birta hana á vef sínum.
     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
     
     k. (47. gr. k.)
Upplýsingar um brennisteinsinnihald.
     Til að hafa eftirlit með brennisteinsinnihaldi skipaeldsneytis er Umhverfisstofnun eða aðilum í umboði hennar heimilt að taka sýni úr skipum, tönkum og olíubirgðastöðvum til nánari greiningar eða fá upplýsingar frá rannsóknastofu sem skipaeldsneytisbirgir vísar til. Einnig er Umhverfisstofnun eða aðilum í umboði hennar heimill aðgangur að olíudagbókum skipa og kvittunum frá söluaðila olíu þar sem fram koma upplýsingar um brennisteinsinnihald skipaeldsneytis.
     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
     
     l. (47. gr. l.)
Gæði eldsneytis.
     Einungis er heimilt að markaðssetja eldsneyti sem uppfyllir kröfur um innihaldsefni sem ráðherra setur í reglugerð, sbr. 11. gr.
     
     m. (47. gr. m.)
Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda.
     Eldsneytisbirgjar skulu bera ábyrgð á vöktun og skýrslugerð um losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu úr eldsneyti og afhentri orku.
     Eldsneytisbirgjar skulu árlega senda Umhverfisstofnun skýrslu um styrk gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku með því að veita a.m.k. eftirfarandi upplýsingar:
 1. heildarmagn hverrar tegundar eldsneytis eða orku sem afhent er og gefa til kynna hvar hún var keypt og uppruna hennar og
 2. losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu.

     Eldsneytisbirgjar skulu minnka smám saman losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu úr eldsneyti og afhentri orku eftir því sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 11. gr.
     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
     
     n. (47. gr. n.)
Viðmiðanir um sjálfbærni fyrir lífeldsneyti.
     Orka frá lífeldsneyti skal einungis talin með að því er varðar minnkun gróðurhúsalofttegunda ef viðmiðanir um sjálfbærni sem ráðherra setur í reglugerð, sbr. 11. gr., eru uppfylltar.
     Þegar telja skal lífeldsneyti með að því er varðar minnkun gróðurhúsalofttegunda skulu rekstraraðilar sýna fram á að viðmiðanirnar um sjálfbærni, sbr. 1. mgr., hafi verið uppfylltar. Í þeim tilgangi skulu rekstraraðilar nota massajafnvægiskerfi.
     Rekstraraðilar skulu leggja fram áreiðanlegar upplýsingar og gera gögnin, sem notuð voru til grundvallar upplýsingunum, aðgengileg sé þess óskað. Rekstraraðilar skulu sjá til þess að framlagðar upplýsingar fari í gegnum viðunandi, óháða endurskoðun og færa sönnur á að slíkt hafi verið gert.
     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
     
     o. (47. gr. o.)
Útreikningur á losun gróðurhúsalofttegunda frá lífeldsneyti á vistferli.
     Reikna skal út losun gróðurhúsalofttegunda frá lífeldsneyti á vistferli eftir því sem kveðið er á um í reglugerð sem ráðherra setur, sbr. 11. gr.
     
     p. (47. gr. p.)
Málmíblöndunarefni.
     Birgjar skulu sjá til þess að merkimiði sem varðar innihald málmíblöndunarefna í eldsneyti sé þar sem eldsneyti með málmíblöndunarefnum er á boðstólum fyrir neytendur.
     Merkimiðinn skal bera eftirfarandi texta: „Inniheldur málmíblöndunarefni“.
     Ráðherra skal í reglugerð, sbr. 11. gr., setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 50. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „upplýsingum“ í 1. og 2. mgr. kemur: viðurkenndum prófunarniðurstöðum.
 2. Í stað orðsins „sýni“ í 1. mgr. kemur: vörueintak.
 3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Heimild Umhverfisstofnunar til prófana og rannsókna.


26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 51. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „sýni“ í 1. málsl. kemur: vörueintaki.
 2. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Afhending vörueintaks.


27. gr.

     Í stað orðanna „framleiðendum og innflytjendum“ í 1. málsl. 53. gr. laganna kemur: birgjum.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna:
 1. Orðin „fyrir varnarefni“ í 2. tölul. 1. mgr. falla brott.
 2. 3. og 4. tölul. 1. mgr. falla brott.
 3. 7. tölul. 1. mgr. orðast svo: Útgáfu skráningarnúmers fyrir tollafgreiðslu eiturefna og leyfisskyldra efna og efnablandna.
 4. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Yfirferð á skýrslu eldsneytisbirgja, sbr. 47. gr. m.


29. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
 1. 2. málsl. fellur brott.
 2. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 3.      Dagsektir geta numið allt að 500.000 kr. fyrir hvern dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal m.a. höfð hliðsjón af alvarleika brotsins, hvað það hefur staðið lengi og hvort um ítrekað brot er að ræða.
       Ákvarðanir Umhverfisstofnunar um dagsektir eru aðfararhæfar. Sé sekt samkvæmt þessari grein ekki greidd innan mánaðar frá ákvörðun Umhverfisstofnunar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Óinnheimtar dagsektir, sem lagðar eru á fram að efndadegi, falla ekki niður þótt aðili efni síðar viðkomandi kröfu nema Umhverfisstofnun ákveði það sérstaklega. Sektir samkvæmt þessari grein renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtu.


30. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „takmarka“ í 1. málsl. kemur: stöðva.
 2. Í stað orðanna „sem uppfyllir“ í 1. málsl. kemur: þegar í stað þegar grunur leikur á að varan uppfylli.
 3. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Umhverfisstofnun er heimilt að taka ákvörðun um stöðvun markaðssetningar á vöru um stundarsakir án þess að veita aðila andmælarétt, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga, en skal í stað þess veita honum færi á að koma sjónarmiðum sínum að um leið og ákvörðun hefur verið tekin.
 4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Stöðvun markaðssetningar á vöru um stundarsakir.


31. gr.

     Fyrirsögn 58. gr. laganna orðast svo: Stöðvun markaðssetningar vöru.

32. gr.

     59. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Stöðvun starfsemi til bráðabirgða.
     Telji Umhverfisstofnun svo alvarlega hættu stafa af tiltekinni starfrækslu að aðgerð þoli enga bið er henni heimilt til bráðabirgða að stöðva starfsemi þegar í stað.

33. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 62. gr. laganna:
 1. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Ákvæðum um markaðssetningu eiturefna og tiltekinna varnarefna, sbr. 24. gr.
 2. Orðin „1. mgr.“ í 6. tölul. 1. mgr. falla brott.
 3. Við 1. mgr. bætast fimm nýir töluliðir, svohljóðandi:
  1. Ákvæðum um tollafgreiðslu, sbr. 20. gr.
  2. Ákvæðum um framleiðslu, markaðssetningu og notkun, sbr. 23. gr.
  3. Ákvæðum um efni í snyrtivörum, sbr. 40. gr.
  4. Ákvæðum um leyfilegan hámarksstyrk brennisteins í skipaeldsneyti, sbr. 47. gr. i.
  5. Ákvæðum um innihaldsefni eldsneytis, sbr. 47. gr. l.


34. gr.

     69. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi eru sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
 1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 frá 18. desember 2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH), stofnun Efnastofnunar Evrópu, breytingu á tilskipun 1999/45/EB og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 793/93 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1488/94, sem og tilskipun ráðsins 76/769/EBE og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 91/155/EBE, 93/67/EBE, 93/105/EB og 2000/21/EB, sem vísað er til í tölulið 12r, XV. kafla, II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2008, 14. mars 2008.
 2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, um breytingu og niðurfellingu á tilskipunum 67/548/EBE og 1999/45/EB og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1907/2006, sem vísað er til í tölulið 12zze, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2012, 15. júní 2012.
 3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 842/2006 um tilteknar flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, sem vísað er til í tölulið 9b, XVII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112/2008, 7. nóvember 2008, og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 517/2014 frá 16. apríl 2014 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir og niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 842/2006.
 4. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012 frá 22. maí 2012 um að bjóða sæfivörur fram á markaði og um notkun þeirra, sem vísað er til í tölulið 12n, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 225/2013, 13. desember 2013.
 5. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1005/2009 frá 16. september 2009 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins, sem vísað er til í tölulið 21aa, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202/2012, 26. október 2012.
 6. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 frá 21. október 2009 varðandi markaðssetningu plöntuvarnarefna og niðurfellingu tilskipana ráðsins 79/117/EBE og 91/414/EBE, sem vísað er til í tölulið 13, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 203/2014, 30. september 2014.
 7. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/128/EB frá 21. október 2009 um að koma á ramma fyrir aðgerðir Bandalagsins svo stuðla megi að sjálfbærri notkun varnarefna, sem vísað er til í tölulið 1l, I. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 208/2014, 30. september 2014.
 8. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB frá 8. júní 2011 um takmörkun á notkun tiltekinna hættulegra efna í raf- og rafeindatækjum, sem vísað er til í tölulið 12q, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2013, 3. maí 2013.
 9. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 frá 30. nóvember 2009 um snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1, XVI. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2013, 5. apríl 2013.
 10. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 648/2004 frá 31. mars 2004 um þvotta- og hreinsiefni, sem vísað er til í tölulið 12u, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2005, 2. desember 2005.
 11. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/30/EB frá 23. apríl 2009 um breytingu á tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis og innleiðing kerfis til að fylgjast með og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sem breytir tilskipun 1999/32/EB um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti og fellir úr gildi tilskipun 91/12/EBE.
 12. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/126/EB frá 21. október 2009 um II. áfanga endurheimtar bensíngufu við eldsneytistöku fyrir vélknúin ökutæki á bensínstöðvum, sem vísað er til í tölulið 21au, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2013, 15. mars 2013.
 13. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/33/ESB frá 21. nóvember 2012 um breytingu á tilskipun 1999/32/EB um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti, sem vísað er til í tölulið 21ad, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 139/2014, 27. júní 2014.


35. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III–V í lögunum falla brott.

36. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2015.