Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 576, 145. löggjafarþing 381. mál: fjármálafyrirtæki (nauðasamningagerð slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja, leiðrétting).
Lög nr. 116 16. desember 2015.

Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 9. málsl. 3. mgr. 103. gr. a laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Eftir því sem átt getur við fara nauðasamningsumleitanir að öðru leyti eftir ákvæðum 2. mgr. 149. gr. og 151.–153. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., þó með því fráviki að frestur skv. 1. mgr. 51. gr. sömu laga skal vera átta vikur, en slitastjórn gegnir þá því hlutverki sem skiptastjóri hefði annars á hendi og heldur kröfuhafafundi við þessar umleitanir.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. desember 2015.