Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 663, 145. löggjafarþing 224. mál: happdrætti og talnagetraunir (framlenging starfsleyfis).
Lög nr. 126 28. desember 2015.

Lög um breytingu á ýmsum lögum um happdrætti og talnagetraunir (framlenging starfsleyfis).


I. KAFLI
Breyting á lögum um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13/1973, með síðari breytingum.

1. gr.

     1. málsl. e-liðar 1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Leyfi til að reka happdrættið má veita til 1. janúar 2034.

II. KAFLI
Breyting á lögum um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, nr. 18/1959, með síðari breytingum.

2. gr.

     1. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Heimild þessi gildir til 1. janúar 2034.

III. KAFLI
Breyting á lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 16/1973, með síðari breytingum.

3. gr.

     1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Heimild þessi gildir til 1. janúar 2034.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um talnagetraunir, nr. 26/1986, með síðari breytingum.

4. gr.

     2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Heimild þessi gildir til 1. janúar 2034.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. desember 2015.