Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1821, 145. löggjafarþing 893. mál: útlendingar (frestun réttaráhrifa).
Lög nr. 106 19. október 2016.

Lög um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum (frestun réttaráhrifa).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 3. og 4. mgr. 32. gr. frestar kæra á ákvörðun Útlendingastofnunar um að útlendingur skuli yfirgefa landið ekki réttaráhrifum ákvörðunarinnar í þeim tilvikum sem falla undir d-lið 1. mgr. 32. gr. Ákvæði þetta gildir til 1. janúar 2017.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. október 2016.