Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1042, 146. löggjafarþing 612. mál: stjórn fiskveiða (brottfall og framlenging bráðabirgðaákvæða).
Lög nr. 47 14. júní 2017.

Lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (brottfall og framlenging bráðabirgðaákvæða).


1. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða I í lögunum fellur brott.

2. gr.

     Í stað ártalanna „2016/2017“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2017/2018.

3. gr.

     Í stað ártalanna „2016/2017“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VIII í lögunum kemur: 2017/2018.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XVI í lögunum:
  1. Í stað orðanna „árið 2017“ kemur: árin 2017 og 2018.
  2. Í stað orðanna „fiskveiðiárinu 2016/2017“ kemur: fiskveiðiárunum 2016/2017 og 2017/2018.


5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júní 2017.