Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 637, 148. löggjafarþing 203. mál: meðferð sakamála (sakarkostnaður).
Lög nr. 17 5. apríl 2018.
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum.
Lagt skal út fyrir sakarkostnaði úr ríkissjóði. Sakarkostnaður sem sakfelldum manni er gert að greiða samkvæmt dómi, úrskurði eða viðurlagaákvörðun skal innheimtur hjá honum, eftir atvikum með fjárnámi og nauðungarsölu. Skal hann bera kostnað af þeim aðgerðum, svo og aðgerðum vegna fullnustu refsingar og annarra viðurlaga á hendur honum, til viðbótar sakarkostnaði.
Nú liggur nægilega ljóst fyrir að sakfelldur maður hefur hvorki eignir né tekjur til að standa straum af sakarkostnaði sem honum hefur verið gert að greiða og ber þá að falla frá kröfu á hendur honum um greiðslu kostnaðarins.
Breyting á lögum um fullnustu refsinga, nr. 15/2016, með síðari breytingum.
Um niðurfellingu sakarkostnaðar fer eftir lögum um meðferð sakamála.
Þingskjal 637, 148. löggjafarþing 203. mál: meðferð sakamála (sakarkostnaður).
Lög nr. 17 5. apríl 2018.
Lög um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögum um fullnustu refsinga (sakarkostnaður).
1. gr.
Í stað orðanna „1. mgr. 240. gr.“ í 3. mgr. 11. gr. laganna kemur: 1. mgr. 241. gr.2. gr.
Á eftir 238. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi, og breytist númeraröð annarra greina samkvæmt því:Lagt skal út fyrir sakarkostnaði úr ríkissjóði. Sakarkostnaður sem sakfelldum manni er gert að greiða samkvæmt dómi, úrskurði eða viðurlagaákvörðun skal innheimtur hjá honum, eftir atvikum með fjárnámi og nauðungarsölu. Skal hann bera kostnað af þeim aðgerðum, svo og aðgerðum vegna fullnustu refsingar og annarra viðurlaga á hendur honum, til viðbótar sakarkostnaði.
Nú liggur nægilega ljóst fyrir að sakfelldur maður hefur hvorki eignir né tekjur til að standa straum af sakarkostnaði sem honum hefur verið gert að greiða og ber þá að falla frá kröfu á hendur honum um greiðslu kostnaðarins.
3. gr.
Í stað orðanna „245. gr.“ í 246. gr., 1. og 3. mgr. 247. gr. og 248. gr. laganna kemur: 246. gr.4. gr.
2. mgr. 91. gr. laganna orðast svo:Um niðurfellingu sakarkostnaðar fer eftir lögum um meðferð sakamála.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 23. mars 2018.