Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 879, 148. löggjafarþing 453. mál: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (hálfur lífeyrir).
Lög nr. 28 8. maí 2018.

Lög um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997, með síðari breytingum (hálfur lífeyrir).


1. gr.

     9. mgr. 24. gr. laganna orðast svo:
     Sjóðfélagi getur ákveðið að hefja töku hálfs ellilífeyris hvenær sem er eftir að 65 ára aldri er náð að því skilyrði uppfylltu að hann sé ekki í meira en hálfu starfi sem veitir aðild að sjóðnum eða hefði veitt rétt til aðildar að sjóðnum fyrir stofnun A-deildar sjóðsins.

2. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 27. gr. laganna orðast svo: Makalífeyrir hækkar síðan um 20% af launum þeim er hann miðast við ef hinn látni sjóðfélagi hefur verið í fullu starfi við starfslok eða við töku hálfs ellilífeyris, sbr. 9. mgr. 24. gr., en hækkunin verður hlutfallslega lægri ef sjóðfélaginn hefur verið í lægra starfshlutfalli við starfslok eða þegar taka á hálfum ellilífeyri hófst.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. september 2018.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2018.