Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 664, 149. löggjafarþing 185. mál: heilbrigðisþjónusta o.fl. (dvalarrými og dagdvöl).
Lög nr. 126 18. desember 2018.

Lög um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, lögum um málefni aldraðra og lögum um sjúkratryggingar (dvalarrými og dagdvöl).


I. KAFLI
Breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. 2. tölul. orðast svo: Almenn heilbrigðisþjónusta: Heilsugæsla, almenn sjúkrahúsþjónusta og þjónusta og hjúkrun á hjúkrunarheimilum, í hjúkrunar- og dvalarrýmum stofnana og í dagdvöl.
  2. Í stað orðsins „sjúkrahúsi“ í 9. tölul. kemur: heilbrigðisstofnun.
  3. Við bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Dvalarrými: Rými á hjúkrunarheimili eða heilbrigðisstofnun þar sem þeim er hjúkrað sem þarfnast umönnunar og meðferðar sem hægt er að veita utan sjúkrahúsa, en þó ekki í þeim mæli sem veitt er í hjúkrunarrými.
    2. Dagdvöl: Stuðningsúrræði fyrir þá einstaklinga sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima.


2. gr.

     Á eftir 16. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 16. gr. a og 16. gr. b, svohljóðandi, ásamt fyrirsögnum:
     
     a. (16. gr. a.)
Dvalarrými.
     Í dvalarrýmum skal vera aðstaða fyrir hjúkrun, læknishjálp og endurhæfingu fyrir sjúkratryggða einstaklinga sem metnir hafa verið í þörf fyrir þjónustu í dvalarrými. Enginn getur dvalið til langframa í dvalarrými nema að undangengnu mati færni- og heilsumatsnefndar á þörf fyrir dvöl skv. 15. gr. laga um málefni aldraðra.
     
     b. (16. gr. b.)
Dagdvöl.
     Í dagdvöl skal veitt hjúkrunarþjónusta og vera aðstaða til þjálfunar og læknisþjónustu. Um frekari þjónustu í dagdvöl vísast til 3. tölul. 1. mgr. 13. gr. laga um málefni aldraðra. Enginn getur notið þjónustu í dagdvöl nema að undangengnu mati faglegs inntökuteymis samkvæmt lögum um málefni aldraðra.

II. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

3. gr.

     Við 13. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. 1. mgr. er heimilt að samþykkja dvöl einstaklinga sem eru yngri en 67 ára í dagdvöl enda liggi fyrir mat á þörf þeirra fyrir slíka dvöl.
     Enginn getur notið þjónustu í dagdvöl nema að undangengnu mati faglegs inntökuteymis.
     Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um faglegt inntökuteymi og skilyrði við mat á þörf fyrir dagdvöl.

4. gr.

     1. málsl. 3. mgr. 14. gr. laganna orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að samþykkja dvöl einstaklinga sem eru yngri en 67 ára í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila og í hjúkrunar- og dvalarrýmum stofnana enda liggi fyrir mat á þörf þeirra fyrir slíka dvöl skv. 15. gr.

5. gr.

     Í stað orðanna „óskertum grunnlífeyri einstaklings samkvæmt almannatrygginglögum“ í 1. málsl. 19. gr. laganna kemur: 18% af fullum ellilífeyri skv. 23. gr. laga um almannatryggingar.

6. gr.

     Í stað orðanna „rýmum fyrir aldraða“ í 24. gr. laganna kemur: hjúkrunarrýmum, dvalarrýmum og dagdvöl.

III. KAFLI
Breyting á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum.

7. gr.

     24. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Þjónusta í hjúkrunarrýmum, dvalarrýmum og dagdvöl.
     Sjúkratrygging tekur til þjónustu sem veitt er í hjúkrunarrýmum, dvalarrýmum og dagdvöl sem samið hefur verið um skv. IV. kafla. Skilyrði er að mat á þörf sjúkratryggðs fyrir þjónustuna hafi farið fram samkvæmt lögum um málefni aldraðra.

8. gr.

     Í stað orðanna „rýmum fyrir aldraða“ í 1. mgr. 38. gr., 1. mgr. 39. gr. og 4. mgr. 43. gr. laganna kemur: hjúkrunarrýmum, dvalarrýmum og dagdvöl.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 2018.