Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 665, 149. löggjafarþing 300. mál: atvinnuleysistryggingar o.fl. (framlag í lífeyrissjóði).
Lög nr. 128 18. desember 2018.

Lög um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar (framlag í lífeyrissjóði).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað „8%“ í 1. málsl. 1. mgr. 37. gr. laganna kemur: 11,5%.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, með síðari breytingum.

2. gr.

     2. málsl. d-liðar 5. gr. laganna orðast svo: Ábyrgðin takmarkast við 15,5% af iðgjaldsstofni skv. 3. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, og allt að 4% af iðgjaldsstofni samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd, sbr. 2. og 9. gr. sömu laga, og ákvæði í kjarasamningum.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum.

3. gr.

     Í stað „8%“ í 1. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: 11,5% mótframlag.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað „8%“ í 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: 11,5%.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 40/2009, um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar, með síðari breytingum.

5. gr.

     Í stað „8%“ í 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: 11,5%.

VI. KAFLI
Gildistaka.

6. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 2018.