Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 735, 149. löggjafarþing 157. mál: aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð).
Lög nr. 152 21. desember 2018.

Lög um breytingu á lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á bráðabirgðaákvæði 9 í lögunum:
  1. Í stað orðanna „samstarfsverkefnis ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka fatlaðs fólks um notendastýrða persónulega aðstoð samkvæmt ákvæði til bráðabirgða IV í lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum“ í 1. mgr. kemur: 11. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Ákvæði þetta gildir til 31. desember 2019 og tekur til samninga sem gerðir eru á tímabilinu frá 1. október 2018 til 31. desember 2019.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2018.