Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 892, 149. löggjafarþing 412. mál: Bankasýsla ríkisins (starfstími).
Lög nr. 7 18. febrúar 2019.

Lög um breytingu á lögum um Bankasýslu ríkisins, nr. 88/2009, með síðari breytingum (starfstími).


1. gr.

     9. gr. laganna fellur brott, ásamt fyrirsögn.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Stofnunina skal leggja niður þegar verkefnum hennar er lokið.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. febrúar 2019.