Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1780, 149. löggjafarþing 797. mál: höfundalög (flytjanleiki efnisveituþjónustu á Netinu yfir landamæri á innri markaðnum).
Lög nr. 53 24. júní 2019.

Lög um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum (flytjanleiki efnisveituþjónustu).


1. gr.

     53. gr. a laganna orðast svo:
     Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1128 frá 14. júní 2017 um flytjanleika efnisveituþjónustu á Netinu yfir landamæri á innri markaðnum, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 49 frá 26. júlí 2018, bls. 383–393, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2018 frá 6. júlí 2018, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2019.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2019.