Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1778, 149. löggjafarþing 52. mál: virðisaukaskattur (tíðavörur og getnaðarvarnir).
Lög nr. 67 24. júní 2019.

Lög um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum (tíðavörur og getnaðarvarnir).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 14. gr. laganna:
  1. 11. tölul. orðast svo: Getnaðarvarnir sem falla undir vöruliði nr. 3004, 3006, 3926, 4014 og 9021 í tollskrá.
  2. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Tíðavörur sem falla undir vöruliði nr. 3926, 4014, 6211 og 9619 í tollskrá.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. september 2019.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2019.