Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1822, 149. löggjafarþing 783. mál: meðferð einkamála o.fl. (skilvirkni og samræming málsmeðferðarreglna o.fl.).
Lög nr. 76 25. júní 2019.

Lög um breytingu á lögum um meðferð einkamála, lögum um meðferð sakamála og fleiri lögum (málsmeðferðarreglur o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum.

1. gr.

     2. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     1. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
     1. Óheimilt er öðrum en dómstólum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi. Jafnframt er óheimilt að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur. Dómari getur veitt undanþágu frá banni við öllu framangreindu ef sérstaklega stendur á. Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi án leyfis dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Brot gegn þessari málsgrein varðar sektum nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.

3. gr.

     Síðari málsliður 1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Dómara er rétt að rita á tölvu það sem væri ella fært í slíka bók, en það sem skráð er með þeim hætti skal þá varðveita á rafrænu formi þannig að það sé öruggt og aðgengilegt.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Landsrétti“ í 1. mgr. kemur: æðra dómi.
 2. Fyrri málsliður 3. mgr. orðast svo: Meðan mál er rekið fyrir Landsrétti eða í héraði, unnt er að skjóta því til æðra dóms eða mál er rekið þar fyrir dómi er dómara skylt gegn greiðslu gjalds að afhenda aðilum máls afrit hljóðupptöku skv. 3. mgr. 11. gr. eða leyfa þeim að hlýða á slíkar upptökur eða horfa á myndupptökur, svo fljótt sem við verður komið eftir að þess er óskað.
 3. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Dómstólasýslan setur nánari reglur um afhendingu afrita af hljóðupptökum og um aðgang að myndupptökum.
 4. Við 6. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Forseti æðra dóms tekur slíka ákvörðun eða kveður upp úrskurð þegar meðferð máls er endanlega lokið fyrir þeim dómi.


5. gr.

     Í stað orðanna „1. mgr. 149. gr.“ í 4. mgr. 124. gr. laganna kemur: 148. gr.

6. gr.

     Í stað orðanna „Þegar vika er liðin frá því að kærumálsgögn bárust Landsrétti“ í 1. mgr. 149. gr. laganna kemur: Að liðnum fresti skv. 148. gr. eða þegar greinargerð gagnaðila hefur borist.

7. gr.

     E-liður 1. mgr. 155. gr. laganna fellur brott.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 156. gr. laganna:
 1. Orðin „og hljóð- og myndupptökur“ í 2. málsl. falla brott.
 2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Héraðsdómstóll skal afhenda Landsrétti hljóð- og myndupptökur af munnlegum framburði í málinu.


9. gr.

     Eftirfarandi breyting verður á 1. mgr. 167. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Úrskurðir“ kemur: Dómsathafnir.
 2. Við a-lið bætist: ef ekki er um að ræða staðfestingu á slíkri dómsathöfn héraðsdóms.
 3. Á undan orðinu „réttarfarssekt“ í d-lið kemur: úrskurð um.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 168. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „og eftir atvikum“ í 1. mgr. kemur: ef við á með.
 2. Orðin „ásamt skriflegri kæru“ í 1. mgr. falla brott.
 3. Í stað orðanna „Kæra eða ósk um kæruleyfi“ í 2. mgr. kemur: Kæra, ef við á með ósk um kæruleyfi.


11. gr.

     Í stað orðsins „henni“ í c-lið 1. mgr. 169. gr. laganna kemur: hinni kærðu dómsathöfn.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 171. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „eða ósk um kæruleyfi ásamt kæru“ í 1. mgr. kemur: ef við á með ósk um kæruleyfi.
 2. Í stað orðanna „eða óskar eftir kæruleyfi vegna dómsathafnar“ í 2. mgr. kemur: ef við á með kæruleyfi, dómsathöfn.
 3. Í stað orðsins „fjórriti“ í 2. mgr. kemur: sex eintökum.
 4. Í stað orðanna „eða óskar eftir kæruleyfi“ í 3. mgr. kemur: ef við á með ósk um kæruleyfi.


13. gr.

     Í stað orðanna „Þegar vika er liðin frá því að kærumálsgögn og eftir atvikum greinargerð gagnaðila bárust“ í 1. mgr. 173. gr. laganna kemur: Að liðnum fresti skv. 172. gr. eða þegar greinargerð gagnaðila hefur borist.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 174. gr. laganna:
 1. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í tilkynningu skal greint frá ástæðum fyrir synjuninni.
 2. Á eftir orðinu „Landsrétti“ í fyrri málslið 4. mgr. kemur: og eftir atvikum héraðsdómara.
 3. Síðari málsliður 4. mgr. orðast svo: Hæstiréttur tilkynnir aðilum kærumáls sem hafa látið það til sín taka fyrir réttinum um úrslit þess.


15. gr.

     Í stað 2. málsl. 1. mgr. 176. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Hæstiréttur ákveður hvort orðið verði við umsókn um áfrýjunarleyfi og má takmarka leyfið við tiltekin atriði máls. Við mat á því hvort fallist verði á beiðni um áfrýjunarleyfi skal líta til þess hvort úrslit máls hafi verulegt almennt gildi eða varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þess sem leitar leyfis.

16. gr.

     Í stað orðanna „í héraði“ í 190. gr. laganna kemur: fyrir Landsrétti.

II. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum.

17. gr.

     2. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

18. gr.

     1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
     Óheimilt er öðrum en dómstólum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi. Jafnframt er óheimilt að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur. Dómari getur veitt undanþágu frá banni við öllu framangreindu ef sérstaklega stendur á. Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi án leyfis dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast.

19. gr.

     Síðari málsliður 1. mgr. 13. gr. laganna orðast svo: Dómara er rétt að rita á tölvu það sem væri ella fært í slíka bók, en það sem skráð er með þeim hætti skal þá varðveita á rafrænu formi þannig að það sé öruggt og aðgengilegt.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 4. mgr. orðast svo: Meðan mál er rekið fyrir Landsrétti eða í héraði, unnt er að skjóta því til æðra dóms eða mál er rekið þar fyrir dómi er dómara skylt endurgjaldslaust að afhenda aðilum máls afrit hljóðupptöku skv. 3. mgr. 13. gr. eða leyfa þeim að hlýða á slíkar upptökur eða horfa á myndupptökur, svo fljótt sem við verður komið eftir að þess er óskað.
 2. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Dómstólasýslan setur nánari reglur um afhendingu afrita af hljóðupptökum og um aðgang að myndupptökum.
 3. Við 7. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Forseti æðri dóms tekur slíka ákvörðun eða kveður upp úrskurð þegar meðferð máls er endanlega lokið fyrir þeim dómi.


21. gr.

     Í stað orðanna „eftir atvikum“ í síðari málslið 4. mgr. 21. gr. laganna kemur: um kæru til.

22. gr.

     3. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:
     Ef rannsókn á því broti sem héraðssaksóknari fer með skv. 1. og 2. mgr. leiðir til þess að rannsakað er annað eða önnur brot sama sakbornings sem ákæruvald héraðssaksóknara nær alla jafna ekki til getur hann höfðað mál vegna brotanna en ella gerir lögreglustjóri það.

23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 97. gr. laganna:
 1. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Því má þó marka lengri tíma en fjórar vikur meðan á áfrýjunarfresti skv. 199. gr. stendur eða fresti til að leita leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar skv. 217. gr., svo og meðan mál er til meðferðar fyrir æðri dómi uns endanlegur dómur gengur.
 2. 3. mgr. orðast svo:
 3.      Gæsluvarðhaldi lýkur með endanlegum dómi eða ef ákærði er sýknaður eða honum dæmd refsing sem er vægari en óskilorðsbundið fangelsi.


24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 122. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „nafni sínu, kennitölu og heimili“ í fyrri málslið 1. mgr. og 1. málsl. 8. mgr. kemur: nafni sínu og kennitölu.
 2. Á eftir fyrri málslið kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Dómari lætur lögreglumann þó aðeins gera grein fyrir lögreglunúmeri.


25. gr.

     Í stað orðanna „í fjórriti“ í 4. málsl. 1. mgr. 194. gr. laganna kemur: á því formi eða í þeim fjölda eintaka sem Landsréttur ákveður.

26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 202. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „hljóð- og myndupptökur“ í 1. málsl. kemur: hljóðupptökur.
 2. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkissaksóknari skal afhenda verjanda málsgögn.
 3. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Héraðsdómstóll skal afhenda Landsrétti hljóð- og myndupptökur af munnlegum framburði í málinu.


27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 211. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Úrskurðir“ kemur: Dómsathafnir.
 2. Við a-lið bætist: ef ekki er um að ræða staðfestingu á slíkri dómsathöfn héraðsdóms.
 3. Á undan orðinu „réttarfarssekt“ í c-lið kemur: úrskurð um.


28. gr.

     Í stað tölunnar „200“ í síðari málslið 3. mgr. 212. gr. laganna kemur: 216.

29. gr.

     Í stað orðsins „fjórriti“ í 3. málsl. 1. mgr. 213. gr. laganna kemur: sex eintökum.

30. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 214. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „Landsrétti“ í fyrri málslið kemur: og eftir atvikum héraðsdómara.
 2. Síðari málsliður orðast svo: Hæstiréttur tilkynnir aðilum kærumáls sem hafa látið það til sín taka fyrir réttinum um úrslit þess.


31. gr.

     Við 1. málsl. 4. mgr. 215. gr. laganna bætist: og má takmarka leyfið við tiltekin atriði máls.

32. gr.

     Orðin „sbr. þó 1. mgr. 198. gr.“ í 1. og 2. mgr. 216. gr. laganna falla brott.

33. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 217. gr. laganna:
 1. Við 3. málsl. 3. mgr. bætist: svo og endurrit af dómi Landsréttar.
 2. Í stað orðsins „áfrýjað“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: óskað eftir leyfi til áfrýjunar.
 3. Í stað orðsins „áfrýjunarfrests“ í 2. málsl. 6. mgr. kemur: framangreindra fresta.


34. gr.

     Í stað orðsins „héraðsdómi“ í 1. mgr. 218. gr. laganna kemur: dómi Landsréttar.

35. gr.

     Í stað orðanna „viðkomandi dómstóll“ í 1. mgr. 219. gr. laganna kemur: Landsréttur.

36. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 237. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „dæmdur“ kemur: úrskurðaður.
 2. Í stað orðsins „dómi“ kemur: úrskurði.


37. gr.

     Á eftir 2. mgr. 238. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur fyrir Hæstarétti nema máli sé þá lokið með dómi.

III. KAFLI
Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum.

38. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „ kæruleyfi“ í 1. tölul. kemur: beiðni um kæruleyfi ásamt kæru.
 2. Í stað orðsins „áfrýjunarleyfi“ í 2. tölul. kemur: beiðni um áfrýjunarleyfi.


IV. KAFLI
Breyting á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum.

39. gr.

     1. mgr. 54. gr. laganna orðast svo:
     Í málum samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal kveðja til setu í dómi sérfróðan meðdómsmann eða meðdómsmenn nema útivist verði af hálfu aðila eða máli vísað frá vegna augljósra annmarka. Um fjölda þeirra og kvaðningu fer að öðru leyti eftir 2. gr. og 2. gr. a laga um meðferð einkamála.

V. KAFLI
Breyting á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili, nr. 85/2011, með síðari breytingum.

40. gr.

     3. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:
     Kæra má til Landsréttar úrskurð dómara um hvort lagt verði á nálgunarbann eða um brottvísun af heimili, svo og úrskurð sem gengur í máli um slíka kröfu, ef hann getur sætt kæru eftir almennum reglum 1. mgr. 192. gr. laga um meðferð sakamála. Aðrir úrskurðir Landsréttar en mælt er fyrir um í 1. mgr. 211. gr. laga um meðferð sakamála verða ekki kærðir til Hæstaréttar.

VI. KAFLI
B!reyting á lögum um dómstóla, nr. 50/2016, með síðari breytingum.

41. gr.

     Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Stjórn dómstólasýslunnar setur reglur um birtingu dóma og úrskurða héraðsdómstóla, Landsréttar og Hæstaréttar.

42. gr.

     Lokamálsliður 2. mgr. 20. gr. laganna fellur brott.

43. gr.

     Á undan 1. málsl. 2. mgr. 25. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fullnægi enginn dómari við Landsrétt sérstökum hæfisskilyrðum til að fara með mál kveður forseti í einu lagi upp úrskurð um að þeir víki allir sæti í því.

44. gr.

     Lokamálsliður 2. mgr. 28. gr. laganna fellur brott.

45. gr.

     Orðin „setur reglur og“ í 1. mgr. 38. gr. laganna falla brott.

46. gr.

     Við 3. mgr. 39. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Óheimilt er að tilnefna starfsmann dómstóla í hóp sérfróðra meðdómsmanna.

47. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. júní 2019.