Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1011, 150. löggjafarþing 582. mál: neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lög nr. 8 26. febrúar 2020.

Lög um breytingu á lögum um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 163/2019.


1. gr.

     Við lokamálslið 3. gr. laganna bætist: eða samþykktur af neytanda sem hefur verið auðkenndur rafrænt gagnvart viðskiptakerfi lánveitanda.

2. gr.

     Í stað orðanna „eru jafnframt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki“ í 1. mgr. a-liðar 6. gr. laganna kemur: hafa jafnframt heimild til lánveitinga til neytenda samkvæmt sérlögum og eru eftirlitsskyldir aðilar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. Orðin „3. gr. og“ í 2. mgr. falla brott.
  2. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 3. gr. gildi 1. júní 2020.


4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. febrúar 2020.