Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1347, 150. löggjafarþing 448. mál: breyting á ýmsum lagaákvæðum um innlánsdeildir og hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga.
Lög nr. 41 20. maí 2020.

Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um innlánsdeildir og hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga.


I. KAFLI
Breyting á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, með síðari breytingum.

1. gr.

     2. gr. a laganna fellur brott.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Kjörgengir eru félagsmenn. Ef félag eða stofnun er aðili að samvinnufélagi eru stjórnarmenn og framkvæmdastjórar kjörgengir.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar skulu vera lögráða, fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu þremur árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög, sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld, svo sem lögum um tekjuskatt, virðisaukaskatt og tryggingagjald. Missi stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar hæfi skulu þeir upplýsa samvinnufélagaskrá um það. Samvinnufélagaskrá hefur heimild til að afskrá stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra sem missa hæfi sem slíkir.


3. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða I í lögunum fellur brott.

II. KAFLI
Breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, með síðari breytingum.

4. gr.

     11. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna fellur brott.

III. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

5. gr.

     10. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, með síðari breytingum.

6. gr.

     4. tölul. 2. gr. laganna orðast svo: Innlánsstofnun: Viðskiptabankar og sparisjóðir.

V. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, með síðari breytingum.

7. gr.

     Í stað orðanna „bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum samvinnufélaga“ í 1. málsl. 1. tölul. 4. gr. laganna kemur: bönkum og sparisjóðum.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

8. gr.

     Í stað orðanna „bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum samvinnufélaga“ í 1. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: bönkum og sparisjóðum.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, með síðari breytingum.

9. gr.

     Í stað orðanna „bönkum, sparisjóðum eða öðrum innlánsdeildum“ í 6. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: bönkum og sparisjóðum.

10. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 2020.