Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1699, 150. löggjafarþing 922. mál: fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (viðbótarlokunarstyrkir).
Lög nr. 55 16. júní 2020.

Lög um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020 (viðbótarlokunarstyrkir).


1. gr.

     Við 1. tölul. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir hafi honum verið gert skylt að loka samkomustað skv. 1. málsl. 1. mgr. eða 1. málsl. 2. mgr. 5. gr. auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, nr. 360/2020, á grundvelli 2. mgr. 12. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „lokunarstyrks“ í 1. málsl. og orðinu „Lokunarstyrkur“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: á grundvelli 1. málsl. 1. tölul. 4. gr.
  2. Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  3.      Fjárhæð lokunarstyrks á grundvelli 2. málsl. 1. tölul. 4. gr. skal vera jafnhá rekstrarkostnaði rekstraraðila tímabilið 4.–24. maí 2020. Lokunarstyrkur á grundvelli 2. málsl. 1. tölul. 4. gr. getur þó ekki orðið hærri en 400 þús. kr. á hvern launamann sem starfaði hjá rekstraraðila í febrúar 2020, þó að hámarki 1,2 millj. kr. á hvern rekstraraðila.
         Þrátt fyrir 2. mgr. skal fjárhæð lokunarstyrks á grundvelli 2. málsl. 1. tölul. 4. gr. vegna lokunar sundlaugar vera jafnhá rekstrarkostnaði rekstraraðila tímabilið 4.–17. maí 2020. Lokunarstyrkur á grundvelli 2. málsl. 1. tölul. 4. gr. vegna lokunar sundlaugar getur þó ekki orðið hærri en 270 þús. kr. á hvern launamann sem starfaði hjá rekstraraðila í febrúar 2020, þó að hámarki 810 þús. kr. á hvern rekstraraðila.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „lokunarstyrk“ í 1. málsl. kemur: á grundvelli 1. málsl. 1. tölul. 4. gr.
  2. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Umsókn um lokunarstyrk á grundvelli 2. málsl. 1. tölul. 4. gr. skal beint til Skattsins eigi síðar en 1. október 2020.


4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 2020.