Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1975, 150. löggjafarþing 939. mál: virðisaukaskattur (endurgreiðsla vegna vinnu á byggingarstað).
Lög nr. 73 7. júlí 2020.

Lög um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum (endurgreiðsla vegna vinnu á byggingarstað).


1. gr.

     1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXIV í lögunum orðast svo:
     Eftirtöldum aðilum skal endurgreiða 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt vegna vinnu manna sem innt er af hendi á tímabilinu frá 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020 á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra, auk virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu á slíku mannvirki:
  1. Mannúðar- og líknarfélögum.
  2. Íþróttafélögum, heildarsamtökum á sviði íþrótta og héraðs- og sérsamböndum.
  3. Björgunarsveitum, landssamtökum björgunarsveita og slysavarnadeildum og einstökum félagseiningum sem starfa undir merkjum samtakanna.
  4. Félögum og félagasamtökum sem sinna æskulýðsmálum.
  5. Þjóðkirkjunni, þjóðkirkjusöfnuðum og öðrum skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2020.