Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1876, 150. löggjafarþing 437. mál: almannatryggingar (hálfur lífeyrir).
Lög nr. 75 3. júlí 2020.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hálfur lífeyrir).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
  1. Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 3. mgr.
  2. Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 4. mgr.
  3. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimild þessi er bundin því skilyrði að samþykkt hafi verið umsókn um greiðslu lífeyris samkvæmt áunnum réttindum hjá öllum skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.
  4. Við 4. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skilyrði um samþykki viðkomandi sjóða á þó einungis við um þá lífeyrissjóði sem heimila greiðslu lífeyris að hluta. Heimild þessi er enn fremur bundin því skilyrði að umsækjandi sé enn á vinnumarkaði en þó ekki í meira en hálfu starfi.
  5. 5. mgr. fellur brott.
  6. Í stað tilvísunarinnar „1.–5. mgr.“ í 6. mgr. kemur: 1.–4. mgr.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Fullur ellilífeyrir skal vera 3.081.468 kr. á ári. Ellilífeyri skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður. Ellilífeyrisþegi skal hafa 300.000 kr. almennt frítekjumark við útreikning ellilífeyris. Þá skal ellilífeyrisþegi hafa 1.200.000 kr. sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna.
  3. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Hálfur ellilífeyrir skal vera 1.540.734 kr. á ári. Fjárhæð hálfs lífeyris skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður. Lífeyrisþegi skal hafa 3.900.000 kr. almennt frítekjumark við útreikning hálfs ellilífeyris.
  5. Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 4. mgr.
  6. Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 3. mgr.


3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. september 2020. Við gildistöku laga þessara kemur í stað orðanna „1. mgr. 23. gr. sömu laga“ í 2. mgr. 8. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007: 1. og 2. mgr. 23. gr. sömu laga.

Samþykkt á Alþingi 26. júní 2020.