Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1979, 150. löggjafarþing 714. mál: breyting á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu.
Lög nr. 101 9. júlí 2020.

Lög um breytingu á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu.


I. KAFLI
Breyting á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Þeir einir mega stunda dýralækningar hér á landi sem hlotið hafa til þess leyfi Matvælastofnunar og skulu dýralæknar undirrita eiðstaf þar að lútandi. Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um veitingu leyfis til dýralækninga.
 3. 1. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 4. Í stað orðanna „Heimilt er“ í 6. mgr. kemur: Matvælastofnun er heimilt; og orðin „ef Matvælastofnun mælir með því“ í sömu málsgrein falla brott.


2. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Matvælastofnunar.

3. gr.

     3. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
     Vaktsvæði dýralækna skulu afmörkuð í reglugerð sem ráðherra setur.

II. KAFLI
Breyting á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, með síðari breytingum.

4. gr.

     Við 1. málsl. 8. gr. laganna bætist: og annarra áður óþekktra sjúkdóma.

III. KAFLI
Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. mgr. 7. gr. laganna:
 1. 1. málsl. orðast svo: Verðlagsnefnd skal skipuð til tveggja ára í senn.
 2. Lokamálsliður fellur brott.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994, með síðari breytingum.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Óheimilt er að flytja til landsins, framleiða eða pakka hér á landi áburði, sáðvöru, lyfjablönduðu fóðri, fóðuraukefnum og forblöndum þeirra nema tilkynna þær vörur fyrst og láta skrá hjá Matvælastofnun sem staðfestir skráningu vörunnar. Sama gildir um fóður sem flutt er inn frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
 2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Framleiðendum og innflytjendum er skylt fyrir 1. febrúar ár hvert að tilkynna til Matvælastofnunar heildarmagn innflutts og framleidds fóðurs á undangengnu ári. Nánar skal kveðið á um tilkynningar til Matvælastofnunar í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli 7. gr.
 4. 2. mgr. orðast svo:
 5.      Ráðherra ákveður með reglugerð hvaða upplýsingar skulu fylgja vörum sem lög þessi ná yfir og kröfur um merkingar og lýsingu á notkun einstakra vöruflokka.


V. KAFLI
Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Á eftir 4. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Matvælafyrirtæki sem starfrækja fiskeldisstöðvar og eru með gilt rekstrarleyfi samkvæmt lögum um fiskeldi þurfa ekki starfsleyfi fyrir frumframleiðslu og er ekki skylt að tilkynna slíka framleiðslu til Matvælastofnunar áður en hún hefst.
 2. Orðin „til tiltekins tíma“ í 1. málsl. 2. mgr. og orðin „áður en gildistími þess er liðinn“ í lokamálslið sömu málsgreinar falla brott.
 3. Orðið „gildistíma“ í 4. mgr. fellur brott.
 4. Í stað orðsins „ráðherra“ í 5. mgr. kemur: Matvælastofnun.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr. 25. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. og 3. málsl. kemur: Matvælastofnun.
 2. Í stað orðsins „Matvælastofnunar“ í 2. málsl. kemur: stofnunarinnar.
 3. Í stað orðsins „honum“ í 3. málsl. kemur: ráðherra.


VI. KAFLI
Breyting á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013, með síðari breytingum.

9. gr.

     Orðin „og skulu þær staðfestar af ráðherra“ í 2. málsl. 4. mgr. 7. gr. laganna falla brott.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum.

10. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: Matvælastofnun.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um yrkisrétt, nr. 58/2000, með síðari breytingum.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „yrkisréttarnefndar, sbr. 22. gr.“ í 2. málsl. kemur: Matvælastofnunar.
 2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Matvælastofnun skal hafa aðgang að þekkingu á hugverkarétti og ræktun og kynbótum nytjaplantna.


12. gr.

 1. Í stað orðanna „yrkisréttarnefndar“ í 1. mgr. og „Yrkisréttarnefnd“ í 5. mgr. 3. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.
 2. Í stað orðanna „nefndin“ í 5. mgr. 3. gr., „nefndinni“ í 2. mgr. 8. gr., „nefndarinnar“ í 2. mgr. 9. gr. og „nefndina“ í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: stofnunin.

13. gr.

     22. og 23. gr. laganna falla brott.

14. gr.

     Fyrirsögn V. kafla laganna verður: Viðurlög o.fl.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um breytingu á lögum um matvæli, lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu (eftirlit, upplýsingagjöf), nr. 33/2018.

15. gr.

     Í stað orðanna „1. janúar 2021“ í 7. gr. kemur: 1. janúar 2022.

X. KAFLI
Gildistaka og brottfall laga.

16. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Við gildistöku laga þessara falla úr gildi eftirfarandi lög:
 1. Lög um breyting nokkurra laga, sem varða sölu og meðferð íslenskra afurða, nr. 79/1935.
 2. Lög um gelding húsdýra, nr. 123/1935.
 3. Lög um búfjártryggingar, nr. 20/1943.
 4. Lög um að tryggja manneldisgildi hveitis, nr. 30/1947.
 5. Lög um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 15/1962.
 6. Lög um breyting á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 31/1969.
 7. Lög um greiðslu verðjöfnunargjalds af sauðfjárafurðum, nr. 105/1978.
 8. Lög um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, nr. 33/1979.
 9. Lög um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar, nr. 112/1989.
 10. Lög um sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í ein heildarsamtök bænda, nr. 130/1994.
 11. Lög um átaksverkefni um framleiðslu og markaðssetningu vistvænna og lífrænna afurða, nr. 27/1995.

      Lög um flokkun og mat á gærum og ull, nr. 57/1990, falla úr gildi 1. nóvember 2021.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2020.