Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 643, 151. löggjafarþing 310. mál: listamannalaun (tímabundin fjölgun starfslauna og styrkja).
Lög nr. 143 23. desember 2020.

Lög um breytingu á lögum um listamannalaun, nr. 57/2009 (tímabundin fjölgun starfslauna og styrkja).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. skulu samanlögð starfslaun árið 2021 miðast við 2.150 mánaðarlaun. Þrátt fyrir ákvæði 6.–11. gr. skulu starfslaun og styrkir til listamanna árið 2021 vera sem hér segir:
  1. Starfslaun og styrkir hönnuða árið 2021 skulu svara til 75 mánaðarlauna.
  2. Starfslaun og styrkir myndlistarmanna árið 2021 skulu svara til 526 mánaðarlauna.
  3. Starfslaun og styrkir rithöfunda árið 2021 skulu svara til 646 mánaðarlauna.
  4. Starfslaun og styrkir sviðslistafólks árið 2021 skulu svara til 307 mánaðarlauna.
  5. Starfslaun og styrkir tónlistarflytjenda árið 2021 skulu svara til 315 mánaðarlauna.
  6. Starfslaun og styrkir tónskálda árið 2021 skulu svara til 281 mánaðarlauna.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2021.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2020.