Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 642, 151. löggjafarþing 223. mál: framsal sakamanna og önnur aðstoð í sakamálum (málsmeðferð).
Lög nr. 157 23. desember 2020.

Lög um breytingu á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13/1984 (málsmeðferð).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 15. gr. laganna:
  1. 2. og 4. málsl. falla brott.
  2. Í stað orðsins „gæsluvarðhaldstímann“ í 3. málsl. kemur: gæsluvarðhaldstíma.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 18. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „endanleg ákvörðun um framsal hefur verið tekin“ í 1. málsl. kemur: ákvörðun um framsal hefur verið endanlega staðfest með dómi.
  2. Í stað orðsins „sakadómur“ í 2. málsl. kemur: héraðsdómur.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
  1. 3. mgr. orðast svo:
  2.      Beiðni skv. 2. mgr. og 2. viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins frá 20. apríl 1959 um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum frá 8. nóvember 2001 skal send ríkissaksóknara. Sé ekki til staðar samningur við ríki um framsal og aðra aðstoð í sakamálum skal beiðnin send ráðuneytinu. Í beiðni skulu vera upplýsingar um tegund afbrots og hvar og hvenær það var framið.
  3. 5. mgr. orðast svo:
  4.      Beiðni skal strax hafnað ef skilyrði 3. mgr. eru ekki til staðar eða ef ljóst er að ekki er hægt að verða við henni, svo sem ef brot er smávægilegt og ef rannsókn hefur í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað. Sé beiðni ekki hafnað samkvæmt þessari málsgrein skal ríkissaksóknari hlutast til um að nauðsynleg rannsókn fari þegar fram. Í þeim tilvikum þar sem ráðuneytið hafnar ekki beiðni skal málið sent ríkissaksóknara til frekari fyrirgreiðslu og skal hann hlutast til um að nauðsynleg rannsókn fari þegar fram.
  5. Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr.:
    1. Í stað orðsins „ráðuneytinu“ í 1. málsl. kemur: ríkinu sem lagði fram beiðni.
    2. 2. málsl. orðast svo: Hafi beiðni borist ráðuneytinu sendir ríkissaksóknari því öll gögn málsins ásamt álitsgerð um það.


4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2020.