Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1045, 151. löggjafarþing 400. mál: breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála (einföldun úrskurðarnefnda).
Lög nr. 19 23. mars 2021.

Lög um breytingu á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála (einföldun úrskurðarnefnda).


I. KAFLI
Breyting á lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, nr. 81/2019.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. Á undan 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 2.      Viðurkenndir úrskurðaraðilar og kærunefnd vöru- og þjónustukaupa skulu vísa frá málum sem:
  1. heyra ekki undir lögsögu þeirra,
  2. heyra undir, eru til meðferðar eða hafa hlotið meðferð hjá öðrum viðurkenndum eða lögbundnum úrskurðaraðila sem ráðherra hefur skráð og tilkynnt eða erlendum úrskurðaraðila sem er á skrá yfir tilkynnta úrskurðaraðila í deilumálum utan dómstóla á Evrópska efnahagssvæðinu, eða
  3. eru til meðferðar eða hafa hlotið meðferð hjá dómstólum.

 3. C-liður 1. mgr. fellur brott.


2. gr.

     2. mgr. 16. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „1. mgr. 14. gr. og 2. mgr. 16. gr.“ í c-lið 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: 1. eða 2. mgr. 14. gr.

II. KAFLI
Breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. a laganna:
 1. Í stað orðanna „úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki“ í 1. mgr. kemur: úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
 2. 2. mgr. fellur brott.
 3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Úrskurðaraðilar.


III. KAFLI
Breyting á lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 76. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki skv. 2. mgr.“ í 1. mgr. kemur: úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
 2. 2. mgr. fellur brott.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki skv. 2. mgr.“ í 1. mgr. kemur: úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
 2. 2. mgr. fellur brott.


V. KAFLI
Breyting á lögum um neytendalán, nr. 33/2013.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „úrskurðarnefndar skv. 2. mgr.“ í 1. mgr. kemur: úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
 2. 2. og 3. mgr. falla brott.


VI. KAFLI
Breyting á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „úrskurðarnefndar skv. 2. mgr.“ í 1. mgr. kemur: úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
 2. 2.–4. mgr. falla brott.


VII. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004.

9. gr.

     Í stað orðanna „47. gr. sömu laga“ í 3. tölul. 1. mgr. og 3. tölul. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.

10. gr.

     Í stað orðanna „úrskurðarnefnd til úrlausnar skv. 141. gr.“ í 3. mgr. 15. gr. laganna kemur: úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.

11. gr.

     Í stað orðanna „úrskurðarnefnd skv. 141. gr.“ í lokamálslið 1. mgr. 31. gr., 1. málsl. 2. mgr. 51. gr., 4. mgr. 76. gr., lokamálslið 1. mgr. 94. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 124. gr. laganna kemur: úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.

12. gr.

     141. og 141. gr. a laganna falla brott.

13. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.

14. gr.

     XII. kafli laganna, Ágreiningur, fellur brott ásamt fyrirsögn.

15. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum fellur brott.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015.

16 gr.

     4. mgr. 19. gr. og 20. gr. laganna falla brott.

17. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. september 2021.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2021.