Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1409, 151. löggjafarþing 605. mál: brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar.
Lög nr. 43 19. maí 2021.

Lög um brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar, nr. 42/1987.


1. gr.

      Lög um vísitölu byggingarkostnaðar, nr. 42/1987, falla úr gildi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2022.

3. gr.

     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á 4. gr. laga um gatnagerðargjald, nr. 153/2006:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Gatnagerðargjald er 15% af verðgrunni skv. 3. mgr. sem Hagstofa Íslands uppfærir með mældri breytingu vísitölu byggingarkostnaðar í næstliðnum mánuði, nema sveitarstjórn hafi mælt fyrir um lægra gjald í samþykkt sinni.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Verðgrunnur fyrir gatnagerðargjald er verð fyrir fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands frá 20. desember 2021.


Samþykkt á Alþingi 11. maí 2021.