Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1408, 151. löggjafarþing 536. mál: háskólar og opinberir háskólar (inntökuskilyrði).
Lög nr. 46 21. maí 2021.

Lög um breytingu á lögum um háskóla og lögum um opinbera háskóla (inntökuskilyrði).


I. KAFLI
Breyting á lögum um háskóla, nr. 63/2006.

1. gr.

     Í stað orðanna „jafngildu prófi“ í 1. málsl. 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: staðist lokapróf frá framhaldsskóla á 3. hæfniþrepi.

II. KAFLI
Breyting á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „öðru jafngildu prófi“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: staðist lokapróf frá framhaldsskóla á 3. hæfniþrepi.
  2. A-liður 3. mgr. orðast svo: kröfur um efni lokaprófs frá framhaldsskóla á 3. hæfniþrepi auk viðbótarkrafna, þegar við á, um undirbúning fyrir einstakar námsleiðir í grunnnámi.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2021.