Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1403, 151. löggjafarþing 706. mál: ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli (niðurfelling ákvæða).
Lög nr. 47 20. maí 2021.

Lög um breytingu á lögum um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, nr. 176/2006 (niðurfelling ákvæða).


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Svæðaskipting.
     Með lögum þessum er kveðið á um svæðaskiptingu Keflavíkurflugvallar.
     Ráðherra sem fer með málefni öryggissvæða skal með auglýsingu birta uppdrátt um ytri mörk og innri skiptingu svæðisins í flugvallarsvæði (svæði A) og öryggissvæði (svæði B). Áður en slík auglýsing er birt skal aflað umsagnar samgönguyfirvalda og skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar.
     Ef breyta þarf auglýstum ytri mörkum svæða skv. 2. mgr. er ráðherra heimilt að semja um slíka breytingu við hlutaðeigandi sveitarfélag.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Tilvísunin „sbr. lög nr. 34/2006, um Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar“ í 1. mgr. fellur brott.
  2. 2. mgr. fellur brott.


3. gr.

     4. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

      Í stað orðanna „á svæðum sem tilgreind eru í 2. gr. og 1. mgr. 4. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: á svæði skv. 2. gr.

5. gr.

     2. málsl. 6. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um svæðaskiptingu Keflavíkurflugvallar.

7. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. september 2021.

8. gr.

     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
  1. Lög um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000: Í stað tilvísunarinnar „lög um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, nr. 176/2006“ í 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: lög um svæðaskiptingu Keflavíkurflugvallar.
  2. Lög um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl., nr. 76/2008: 3. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Ytri mörk flugvallarsvæðisins (svæði A) og öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli (svæði B) eru afmörkuð í uppdrætti sem ráðherra sem fer með málefni öryggissvæða birtir á grundvelli laga um svæðaskiptingu Keflavíkurflugvallar.


Samþykkt á Alþingi 11. maí 2021.