Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1612, 151. löggjafarþing 768. mál: skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (nýting séreignarsparnaðar).
Lög nr. 65 11. júní 2021.

Lög um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (nýting séreignarsparnaðar).


1. gr.

     Í stað „30. júní 2021“ í 1. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVI í lögunum kemur: 30. júní 2023.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XVII í lögunum:
  1. Í stað „30. júní 2021“ tvívegis í 1. málsl. 1. mgr. og í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 30. júní 2023.
  2. Orðin „og 1,5 millj. kr. samtals“ í 1. málsl. 2. mgr. og „og 2.250.000 kr. samtals“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

4. gr.

     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á ákvæði til bráðabirgða LV í lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003:
  1. Í stað „30. júní 2021“ í 1. og 2. mgr. kemur: 30. júní 2023.
  2. Í stað „2,5 millj. kr.“ og „3.750.000 kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 4,5 millj. kr.; og: 6.750.000 kr.


Samþykkt á Alþingi 4. júní 2021.