Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1703, 151. löggjafarþing 550. mál: almenn hegningarlög (mansal).
Lög nr. 79 16. júní 2021.

Lög um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (mansal).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 227. gr. a laganna:
  1. Í stað orðanna „mann kynferðislega eða til nauðungarvinnu“ í 1. málsl. kemur: annan mann í vændi eða á annan kynferðislegan hátt, í nauðungarhjónaband, í þrældóm eða ánauð, til nauðungarvinnu eða nauðungarþjónustu, þ.m.t. betls, til að fremja refsiverðan verknað.
  2. 1. tölul. orðast svo: Að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingi og við það er beitt eða hefur verið beitt ofbeldi, nauðung, frelsissviptingu, brottnámi, hótun, ólögmætum blekkingum með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður, eða með því að notfæra sér bága stöðu, fákunnáttu eða varnarleysi viðkomandi eða með því að hagnýta sér yfirburðastöðu sína.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. júní 2021.