Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1379, 152. löggjafarþing 684. mál: flutningur fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (fasteignaskrá).
Lög nr. 36 28. júní 2022.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (fasteignaskrá).


I. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001.

1. gr.

     Í stað orðanna „Þjóðskrá Íslands“ og „Þjóðskrár Íslands“ í 1. mgr. 1. gr., 1. málsl. 2. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. a, 2. málsl. 2. mgr. 5. gr., tvívegis í 2. mgr. 6. gr., 1. og 2. mgr. 11. gr., 1. málsl. 1. mgr. 12. gr., 1. mgr. 16. gr., 18. gr., 1. málsl. 1. mgr., 2. málsl. 2. mgr., 1. málsl. 3. mgr., 4. mgr., tvívegis í 5. mgr., 6. mgr., 1. málsl. 7. mgr. og 8. mgr. 19. gr., 20. gr., 1. mgr. 21. gr., 2. málsl. 1. mgr., 2. mgr., 3. málsl. 3. mgr. og 4. mgr. 22. gr., 23. gr., 1. mgr., tvívegis í 2. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. 29. gr., tvívegis í 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 31. gr., tvívegis í 1. málsl. 32. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 32. gr. a og ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

2. gr.

     Í stað orðanna „húsaskrár Þjóðskrár“ í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: lögheimilisskrár.

3. gr.

     Orðin „þar með talin gerð staðgreinitölukerfis (matrikel) sem taki til landsins alls“ í 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     Í stað orðanna „sérstök ríkisstofnun sem nefnist Þjóðskrá Íslands“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

5. gr.

     Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra getur kveðið nánar á um framkvæmd ákvæðisins í reglugerð, m.a. með því að fela einu sýslumannsembætti að staðfesta upplýsingar skv. 1. mgr.

6. gr.

     Í stað orðanna „með þinglýsingu stofnskjals“ í 3. mgr. 17. gr. laganna kemur: í fasteignaskrá.

7. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 19. gr. laganna fellur brott.

8. gr.

     24. gr. laganna orðast svo:
     Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heimilt að vinna úr og láta í té upplýsingar úr fasteignaskrá gegn gjaldi sem rennur til stofnunarinnar samkvæmt gjaldskrá sem stjórn stofnunarinnar setur, sbr. lög um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
     Í gjaldskrá skal m.a. kveða á um:
 1. gjald sveitarfélaga fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda; skal gjaldið nema tilteknu hlutfalli af heildarfasteignamati í sveitarfélagi 31. desember ár hvert,
 2. gjald vátryggingafélaga fyrir afnot af brunabótamati og kerfi því viðkomandi; skal gjaldið nema tilteknu hlutfalli af brunabótamati allra húseigna sem eru tryggðar hjá vátryggingafélagi í lok hvers mánaðar,
 3. gjald fyrir aðgang að fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta,
 4. gjald fyrir aðgang að brunabótamati og kerfi því viðkomandi,
 5. gjald fyrir skráningu nýrrar fasteignar í fasteignaskrá,
 6. gjald fyrir aðgang að upplýsingum úr fasteignaskrá og tengdum skrám.

     Við ákvörðun á fjárhæð gjalda skv. 2. mgr. skal leggja til grundvallar kostnað vegna launa og launatengdra gjalda, framleiðslu, aksturs, þjálfunar og endurmenntunar, aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, húsnæðis, starfsaðstöðu, fjarskiptabúnaðar og tækja, stjórnunar- og stoðþjónustu og alþjóðlegrar samvinnu í þágu lögbundinna verkefna stofnunarinnar, auk ferða og uppihalds og útlagðs kostnaðar.
     Sé óskað eftir þjónustu utan hefðbundins skrifstofutíma skal greiða fyrir vinnu starfsmanns við þjónustu skv. 2. mgr. með álagi í samræmi við gjaldskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
     Í gjaldskrá er heimilt að mæla fyrir um afslátt af gjaldtöku og niðurfellingu gjalds í sérstökum tilvikum, t.d. til námsmanna og vegna rannsóknarverkefna.
     Gjald fyrir vélrænar fyrirspurnir úr þinglýsingabók er 1.100 kr. og rennur það í ríkissjóð.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæðum til bráðabirgða í lögunum:
 1. Ákvæði til bráðabirgða I, II og III falla brott.
 2. Í stað orðanna „3. mgr. 24. gr.“ í ákvæði til bráðabirgða IV kemur: 6. mgr. 24. gr.


II. KAFLI
Breyting á lögum um Þjóðskrá Íslands, nr. 70/2018.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „lögaðila og fasteignir“ í 1. mgr. kemur: og lögaðila.
 2. B-liður 2. mgr. fellur brott.


11. gr.

     A-, b-, c-, d- og i-liður 1. mgr. 5. gr. laganna falla brott.

III. KAFLI
Breyting á lögum um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019.

12. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Stofnunin sér um fasteignaskrá og tengdar skrár og annast rekstur gagna- og upplýsingakerfa fasteignaskrár og útreikning fasteignamats og brunabótamats samkvæmt lögum sem um þau málefni gilda hverju sinni.

13. gr.

     Á eftir orðunum „lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: lögum um skráningu og mat fasteigna.

IV. KAFLI
Gildistaka o.fl.

14. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2022 og tekur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þá við óloknum verkefnum Þjóðskrár Íslands sem unnin eru á grundvelli laga um skráningu og mat fasteigna.

15. gr.

Breyting á öðrum lögum.
     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
 1. Lög um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973: Í stað orðanna „Þjóðskrá Íslands“ í 2. málsl. 18. gr. laganna kemur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
 2. Lög um stimpilgjald, nr. 138/2013: Í stað orðanna „Þjóðskrá Íslands“ í 2. málsl. 10. mgr. og 3. málsl. 11. mgr. 4. gr. laganna kemur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
 3. Þinglýsingalög, nr. 39/1978: Í stað orðanna „Þjóðskrá Íslands“ í 1. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
 4. Lög um fjöleignarhús, nr. 26/1994: Í stað orðanna „Þjóðskrár Íslands“ í 2. mgr. og „Þjóðskrá Íslands“ í 4. mgr. 17. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
 5. Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995: Í stað orðanna „Þjóðskrá Íslands“ og „Þjóðskrár Íslands“ í 2. mgr. 2. gr. og 3. og 4. mgr. 4. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
 6. Lög um mannvirki, nr. 160/2010: 2. málsl. 61. gr. laganna fellur brott.
 7. Lög um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002: Í stað orðanna „Þjóðskrá Íslands“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
 8. Lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004: Í stað orðanna „Þjóðskrá Íslands“ í b-lið 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
 9. Jarðalög, nr. 81/2004: Í stað orðanna „Þjóðskrár Íslands“ og „Þjóðskrá Íslands“ í 7. mgr. 10. gr. a og tvívegis í 1. mgr. og 2. mgr. 11. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
 10. Lög um Bjargráðasjóð, nr. 49/2009: Í stað orðanna „Þjóðskrá Íslands“ í a-lið 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: skráningu og mat fasteigna.
 11. Lög um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018:
  1. Í stað orðanna „Þjóðskrár Íslands“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
  2. Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum fellur brott.
 12. Lög um brunatryggingar, nr. 48/1994:
  1. Í stað orðanna „Þjóðskrá Íslands“ og „Þjóðskrár Íslands“ í 1., 2., 4., 6., tvívegis í 7. mgr. og 10. mgr. 2. gr. og 3. mgr. 3. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
  2. Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum fellur brott.


Ákvæði til bráðabirgða.
I.
     Öll störf hjá Þjóðskrá Íslands við verkefni sem unnin eru á grundvelli laga um skráningu og mat fasteigna verða lögð niður við gildistöku laga þessara. Starfsfólki Þjóðskrár sem við gildistöku laga þessara sinnir þeim störfum sem lögð verða niður skal boðið starf hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
     Ákvæði 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, gilda ekki um störf sem ráðið verður í samkvæmt þessu ákvæði.

II.
     Við gildistöku laga þessara skal ráðherra skipa starfshóp til að móta heppilegasta samspil þinglýsingarhluta fasteignaskrár við aðra hluta hennar og þinglýsingabók fasteigna. Starfshópurinn leiti bestu niðurstöðu með tilliti til þarfa hagsmunaaðila fyrir þjónustu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sýslumönnum. Í starfshópnum skulu vera sérfræðingar dómsmálaráðuneytisins, innviðaráðuneytisins, sýslumanns og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
     Ákvæði laga um skráningu og mat fasteigna sem varða þinglýsingarhluta fasteignaskrár og tengingar við þinglýsingabók fasteigna ásamt ákvæðum annarra laga sem tengjast skránni skulu endurskoðuð fyrir lok árs 2023.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.