Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1302, 152. löggjafarþing 349. mál: stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja).
Lög nr. 64 27. júní 2022.

Lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja).


1. gr.

     Á eftir 1. mgr. 9. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra er heimilt að úthluta aflahlutdeild til veiða á staðbundnum nytjastofnum hryggleysingja þannig að sérstök aflahlutdeild komi fyrir hvert veiðisvæði.

2. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     
     a. (XXII.)
     Endurreikna skal aflahlutdeild í sandkola við upphaf fiskveiðiársins 2022/2023 með þeim hætti sem hér segir:
  1. Að 85/100 hlutum samkvæmt skráðum aflahlutdeildum hvers fiskiskips í sandkola við upphaf fiskveiðiársins 2022/2023.
  2. Að 15/100 hlutum samkvæmt veiðireynslu hvers fiskiskips í sandkola á fiskveiðiárunum 2017/2018, 2018/2019 og 2019/2020 á svæðinu norðan skilgreinds aflamarkssvæðis fyrir sandkola sem afmarkast af Snæfellsnesi suður um að Stokksnesi.

     
     b. (XXIII.)
     Við upphaf fiskveiðiársins 2022/2023 skal setja skipum sjálfstæða aflahlutdeild skv. 2. mgr. 9. gr. í sæbjúgum á hverju veiðisvæði samkvæmt reglugerð nr. 741/2019 um veiðar á sæbjúgum á eftirfarandi hátt:
  1. Svæði A–E: Samkvæmt aflareynslu skips á fiskveiðiárunum 2018/2019, 2019/2020 og 2020/2021 vestan 20°V.
  2. Svæði F–H: Samkvæmt aflareynslu skips á fiskveiðiárunum 2018/2019, 2019/2020 og 2020/2021 austan 20°V.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.